Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 41
BUFRÆÐINGURINN
39
Áburður Köfnunarefni °/o
kg Auðlcyst Torleyst Alls Kosfórsýra Kalí
Undir búfénu .... 52458 0,27 0,51 0,78 0,41 0,82
1 haughúsi ....... 48384 0,18 0,43 0,01 0,4G 0,89
- haugstæði .................. 0,12 0,43 0,55 0,39 0,68
Hér er fosfórsýran svipuð í taði og haug, en kalí og köfnunar-
efni meira í taðinu. Áburðurinn i haughúsinu var efnaaðugri en
úr haugnum.
Þessar rannsóknir sýna ótvírætl, að með taðsöfnun fæst mikill
og efnaauðugur áburður. Það, sem einkum einkennir taðið, er hið
mikla magn þess af auðleystu köfnunarefni, sem aðallega er stækja.
Hún rýkur síður burtu úr taði en öðruvísi geymdum áburði, meðan
á geymslunni stendur. Hitt er svo annað mál, að líkur eru til, að
meira eða minna af stækjunni rjúki burtu, þegar áburðurinn er
borinn á, og þá hverfa að nokkru þeir yfirburðir, sem taðið sýnir
við rannsóknir í áburðargeymslunni. Steinefni áburðarins geymast
vel í taðinu, ef áburðarlögur nær ekki að siga niður i gólf húsanna.
2. Áburðurinn geijmdur á sérstökum geymslustöðum.
Hvort sem áburðurinn er geymdur í áburðarhúsi eða haug,
má ýmist hafa hann blandaðan eða saur og þvag aðskilið. Það
er og mikilvægt, á hvern hátt er búið að áburðinum i búpen-
ingshúsunum. Þessi atriði verða nú rædd nolckuð.
a. Saur og þvag geymt aðskilið. Það var lengi skoðun manna,
að bezt væri að geyma saman saur og þvag búfjáráburðar og
blanda í það svo miklu af íburði, að nægði til að sjúga upp all-
an raka áburðarins. Og þegar skortur var á nægum íburði, var
þvaginu hellt yfir hauginn til þess, að því er talið var, að tempra
loftaðgang að áburðinum og þar með gerðina í honum. Þessi
skoðun hefur teiíið nokkrum breytingum á síðari árum.
Að vísu er það svo, að með miklum íburði verður áburðar-
magnið einnig mikið. Með því má einnig koma i veg fyrir, að
áburðarlögur tapist með uppleystum efnum. En iburðurinn
getur ekki hindrað tap stælcjunnar. Jafnvel mómoldin getur
ekki hundið meira en um helming stækjunnar og aðrar teg-
undir iburðar miklu minna.
Þess er áður getið, að stækjan myndast aðallega af köfnun-
arefnissamböndum þvagsins. Saurinn örvar þessar efnabreyl-
ingar, því að hinir stækjumyndandi gerlar þurfa á lífrænuni
efnum að halda. Einnig hefur þess áður verið getið, að stækju-