Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 42
40
BÚFRÆÐINGURINN
myndunin getur farið frani án lofts, þótt hún örvist mikið við
loftaðgang. Af þessu er auðsætt, að þegar þvag og saur er
blandað saman, myndast ávallt mikið af stækju, jafnvel þótt
áburðurinn sé troðinn saman með nægum íburði. Þessi stækju-
myndun er ekki æskileg. Hvers vegna? Hún rýkur venjulega
burtu, áður en rætur jurtanna ná til hennar. Sé illa með áburð-
inn farið, hann Iiggi laus og ótroðinn í súgmikilli geymslu, má
húast við, að megnið af stækjunni tapist, um leið og hún mynd-
ast. Sé áburðurinn vel hirtur og geymslan góð, má að vísu
halda stækjunni í áburðinum, svo að hún tapist ekki strax, en
þegar áburðurinn er borinn á eins og víðast er gert hér á landi:
dreift ofan á jarðveginn og látinn liggja þar fyrir sólu og vindi
í vikur og mánuði, þá er víst, að mikill hluti stækjunnar rýkur
leið sína út i andrúinsloftið. Nolckuð má að visu draga úr
stækjutapinu með því að framkvæma vinnuna við hentug veðr-
áttuskilyrði (rigningu), en slikt er sjaldan framkvæmanlegt
nema að nokkru leyti.
Þegar saur og þvag er geymt aðskilið, verður vanalega til-
tölulega lítil stækjumyndun í hinum fasta áburði. í þvaginu
breylast köfnunarefnissamböndin fljótlega í kolsúra stækju,
eins og áður getur. Sé þvaggryfjan óþétt, rýkur stækjan að
miklu leyli, jal'nóðum og hún myndast, í burtu út í andrúms-
loflið. En sé gryfjan loftþétt, sal'nast stækjan fyrir í þvaginu
að mestu leyti, en tiltölulega mjög lílill hluti hennar l'innst i
andrúmslofti því, sem er í gryfjunni. En hvað verður svo um
þessa stækju? Rýkur hún ekki út í veður og vind, þegar áburð-
urinn er borinn á, á sama hátt og úr hinum fasta áburði? Þar
til er því að svara, að sökum þess, hve þvagmagnið er lítið,
borið saman við hinn fasta áburð, er tiltölulega auðvelt að
dreifa því á stuttum tíma. Þar af leiðir, að venjulegast er hægt
að bera það á í hentugu veðri. Tapast þá mjög lítið af stækj-
unni, og verður siðar nánar drepið á það.
Af því, sem nú hefur verið sagt, mætti vera ljóst, að i loft-
og lagarheldum safngrijfjum er hægt að geyma }>vag búfjár-
áburðar vel og án þess, að nolckurt verulegt efnatap eigi sér
stað. Og sc þvaginu dreift í hagsiæðu veðri, verður og mjög
lítið efnatap við notkun þess. Iiins vegar er lítt framkvæman-
legt að gegma og bera fastan ciburð svo á, að ekki tapist úr
honum allmikill hluti stækjunnar. Af þessum ástæðum cr nú
almennt ialið bezt að geyma þvag og saur aðskilið, þar sem