Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 55
BÚFRÆÐINGURINN
53
])eir séu aðeins notaðir fyrir grunn fjóssins, en þeir verða,
þótt haughús væri gert undir því.
Kringumstæðurnar eru svo misjafnar við byggingu áburð-
argeymslna og peningshúsa, að ekki er gerlegt að gefa um
það algildar leiðbeiningar. En þessi atriði, sem hér hefur
verið drepið á, benda til þess, að ávallt skyldu menn gera sér
nákvæma grein fyrir tilhögun þessara húsa, áður en ráðizt
er í að reisa þau, og fyrir því, hversu mikinn hagnað þau
l'lytji bóndanum í aðra hönd.
Aðalniðurstöðurnar af framanskráðum hugleiðingum eru
þær, að ávallt muni svara kostnaöi og vera sjálfsagt að gera
þvaggryfjur við fjós, þar sem þær eru ekki til. Og senni-
lega eru þær einliver fyrsta jarðabótin, sem rétt er að gera
á slíkum jörðum. Haughúsin eru alltaf ónauðsgnlegri. Á
sumum stöðmn eru þau svo dýr, að ekki svarar kostnaði að
reisa þau, en á öðrum stöðum má koma þeim þannig fyrir,
að þau séu réttmæt og sjálfsögð.
d. Þvaggryfjur. Lega. Sé gryfjan ekki sambyggð við haug-
hús, eins og áður er um getið, getur lega hennar farið mjög
eftir hentugleikum, jafnvel verið nokkra metra frá fjósinu.
Stundum er hún liöfð fast við fjósvegginn eða fyrir framan
dyr fjóssins, svo að þak hennar myndar stétt utan við fjósið.
Annars fer lega hennar oft eftir ])ví, hvernig er að grafa
niður og hvernig menn vilja hafa hana í laginu. Sé lnin gerð
um leið og l'jósið, má stundum hafa hana undir því. Er þá
hentugt að byggja á hana útskot fyrir dælu.
Um stærð gryfjunnar hefur áður verið talað (47. bls.), og
visast til þess, en lögun hennar fer eftir kringumstæðum.
Sums staðar getur hentað vel að hafa gryfjuna djúpa, t. d.
þar, sem djúpt er ofan á fastan grundvöll, en sé vont að grafa,
]>á er hún höfð grynnri, en þeim mun stærri um sig. Ef
gryíjan getur haft hvaða lögun, sein er, ytri aðstæðna vegna,
mun bezt borga sig að hafa hana sein jafnasta á dýpt, breidd
og lengd. Á þann hátt verður ummál hennar minnst fyrir
sama rúnnnál. Gryfja, sem er 2,7 m á hvern veg, rúmar
19,7 m3. Flatarmál veggja, lofts og gólfs (innanmál) er alls
tæpir 44 m2. Gryfja, sem er 8 m á lengd, 1 m á breidd og 2,5 m
á dýpt, rúmar 20,0 ms. Flatarmál veggja, lofts og gólfs er,
reiknað á sama hátt, 61 m2. Nú er það svo, að hver m2 er