Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 56
54
BÚFRÆÐINGURINN
nokkurn veginn jafndýr í þaki og 15 cin þykkuni vegg, en
gólfið er langódýrast. Veggirnir verða því dýrari en nieðal-
tal af lofti og gólfi. Af því leiðir, að ekki er vert að sækjast
eftir því að hafa gryfjurnar mjög djúpar, nema ytri kring-
umstæður geri það nauðsynlegt.
Um gerð þvaggryfja gildir ftest það sama og þegar hefur
verið tekið fram um haughús, t. d. um styrkleika sleypu,
gerð gólfs, j)aks o. fl. Sjálfsagt er að hafa þakið steypt. Það
er að vísu nokkru dýrara í fyrstu en þak úr öðru efni, en
það þarf minna viðhald, gefur meira öryggi fyrir góðri
geymslu þvagsins, sparar í þykkt vegg'ja, og loks fæst meiri
styrkur út á slíkar gryfjur. Fyrir gryfju, sem er 20 m3 að
stærð alsteyj)t, fæst styrkur kr. 170,00, en sé hún steyj)t með
járnþaki, kr. 100.00, og er þá ekki reiknað með verðlags-
uppbót.
Eins og við allar áburðargeymslur (og sleinbyggingar yfir-
leitt) þarf að vanda vel grunngröft fyrir þvaggryfjum og
Ieiða burtu þrýstivatn frá J)otni og hliðum, ef þess er þörf,
fylla grjóti að veggjum o. s. frv. Mestur vandi er að gera
þakið vegn;i járnalagningarinnar. Sé gryfjan elcki yfir 5 m
á hverja hlið, munu flestir lagtækir menn geta lagt járnin
sjálfir með lítils háttar tilsögn. En sé gryfjan stærri, þarf
að hafa hita i þakinu, og skul þá leitað til fagmanna. Raunar
er ávallt vissast að gera það, því að illa gerð steyj)a verður
varla endurbætt, svo að vel sé. I áætluninni hér á eftir er gert
ráð fyrir því, að járnin séu 8 mm sver og lögð með 10 cm
millibili, þvert og endilangt. Eru þau bundin saman með
mjóum vír, svo að þau mynda vírnet. Þegar steypt er, skal
láta vírnet þetta liggja næslum neðst í plötunni, svo sem. 1—2
cm frá neðra horði hennar, og hvert járn skal ganga minnst
10 cm lit í veggina, og sé endi þeirra þar heygður í krók.
Rétt er að beygja annað hvert járn nokkuð upp á við, svo að
það liggi efst í plötunni í svo sem Vs hluta af plötubreidd-
inni.
Á öllum þvaggryfjum er sjálfsagt að hafa op á þakinu,
t. d. 50 cm á hvern veg, svo að hægt sé að komast niður til
hreinsunar eða aðgerða. Yfir opinu þarf að vera hlemmur
og svo um húið, að loftþétt sé. Slíkur útbúnaður getur verið
á ýmsa vegu. Það má hafa hlemminn úr járnbentri stein-
steypu og láta hann falla niður í fals, þar sem lagt er gúmmí,