Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 57
BÚFRÆÐINGURINN
55
margfaldur tjörupappi eða annað til að þétta. (Sjá 4. mynd.)
Einnig má hafa tréhlemm, er fellur í fals með þéttingu. Má
l'esta hann á fleiri vegu. Sumir steypa langa skrúfbolta í
þakið, er ná í gegnum hlemminn, og festa hann með róm.
Þetta er þó ekki gott, því að boltarnir vilja brotna eða
skrúfurnar skemmast. Betra er að hal'a lausar slár, eina eða
tvær, er nái aðeins út lyrir opið, en ekki lengri en svo, að
hægt sé að koma þeim niður um opið eftir hornalínu þess.
Úr miðju slánna er langur bolti, er nær upp í gegnum hlemm-
inn, og er hann skrúfaður fastur með ró. Þjappast hann niður í
í'alsið, en sláin eða slárnar, sem lagðar eru þvert undir opið að
neðan, halda á móti. Hentugt er að láta þessar lausu slár hvíla
í vinkilbeygðum járnhöldum, er ganga niður úr þakinu. Má
þá hafa fleiri en einn bolta í hverri slá, og er það betra. Gott
er að hafa koparrær, svo að þær ryðgi ekki fastar.
Þar, sem dælur eru notaðar, má ýmist koma þeim l'yrir í
áðurnefndum hlemm eða útbúa sérstakt oj> fyrir þær með
hlennn yfir, sem eins er um húið og hér hefur verið lýst.
Sé notuð sogdæla, má steypa dælurörið í þakið og setja tappa
í það, þegar dælan er tekin af eftir notkun. Er dælubolurinn
skrúfaður á dælurörið.
Útskot. Þar, sem þvaggryfjur eru byggðar undir fjósum,
er hentugt að gera útskot á þær, láta dálítinn anga af þeim
ná út fyrir fjóshygginguna eða skot inn í hana og koma þar
fyrir dælu.
Kostnaðaráætlun. Fyrir þak og gólf gilda hinar sömu tölur
og fyrir haughús, en veggirnir þurfa ekki að vera nema 15
cm þykkir í gryfjum af algengri stærð. f slílcum veggjum
má gera ráð fyrir þessum lcostnaði miðað við m2.
Mótavinna ................... kr. 2,50
Steypuvinna ................... — 6,66
Cement 50 kg á kr. 0,30 ..... — 15,00
Sandur og möl 230 1 ....... — 3,45