Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 58
56
BÚFRÆÐINGURI N N
Rýrnun á mótavið ............. kr. 5,82
Saumur og mótavír ............ — 0,37
Alls kr. 33,80
í þakið er gert ráð fyrir 10 járnum 8 mm þversum og langs-
um á hvern m eins og í haughússþakinu.
Gryfja fyrir 10 kýr, sem er 3,2 m á hvern veg og 2,5 m á
dýpt, þ. e. 25 m3, kostar samkvæmt þessu:
Veggir 33,5 m2 á kr. 33,80 kr. 1132,30
Þak 12,25 - 33,17 — 406,33
Gólf 12,25 - 14,30 — 175,18
Alls kr. 1713,81
Jarðabótastyrkur (með verðlagsuppbót 160) er kr. 323,00,
þannig að gryfjan kostar bóndann um 1400 kr. eða 140 kr. á
kú, ef gert er ráð fyrir 2,5 m3 fyrir ársþvagið úr kúnni. 6%
fyrning og vextir af þeirri upphæð er kr. 8.40, og er það um %
hluti af verðmæti þvagsins. Getur eltki leikið vafi á því, að
slíkt svarar kostnaði, því að þvagið geymist þeim mun betur
í þvaggryfju en á annan hátt. Þetta eru alveg sömu tölur og
í áætluninni hér að framan (51. bls.). Þar eru veggirnir þykk-
ari, en einn þeirra er sameiginlegur við haughúsið.
Safngnjfjan þarf að vera þétt. Hér að framan hefur nokk-
uð verið vikið að því, að safngryfjan þurfi að vera lagar-
held og loftþétt. Skal nú farið nokkru fleiri orðum um þetta,
en þó jafnframt sleginn sá varnagli, að væri gryfjan algerlega
loftþétt, myndi það valda auknum loftþrýstingi, jafnóðum og
gryfjan fylltist, og gæti það hamlað á móti því, að í hana rynni.
En því mun þó almennt varla til að dreifa, að gryfjur verði
svo lol'tþéttar, að þetta komi að sök.
Hér að framan liefur verið skýrt í'rá því, á hvern hátt mynd-
un kolsúrrar stækju fer fram í þvaginu, hvernig hún klofnar
auðveldlega í stækju, lcolefnistvísýring og vatn. Þegar þvag-
gryfjan er ekki loftþétt, rýkur stækjan burtu að meira eða
minna leyli, jafnóðum og hún myndast. En í þéttri gryfju safn-
ast hún fyrir í andrúmslofti því, sem í gryfjunni er, og þegar
það er mettað, gufar ekki meira af henni upp úr þvaginu,
heldur er hún þar áfram í uppleystu ástandi og kemur að
langmestu leyti jurtunum að gagni, sé þvagið borið á í henl-
ugu veðri. Á þennan hátt varðveitist stækja áburðarins betur