Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 61
B Ú F R Æ Ð I N G U R IN N
59
dælur. Þarf að velja þær
báðar að lengd eftir dýpt
gryfjunnar og eftir því,
hversu hátt þær þurfa að
vera yfir gryfjuþakið. Með
góðri meðferð geta dælurn-
ar dugað í mörg ár. Skyldi
jafnan taka þær upp, strax
og þær hafa verið notaðar,
hreinsa þær og geyma á
þurrum stað.
Sogdælurnar eru algengari og munu víðast vera notaðar
þar, sem eingöngu þarf að dæla kúaþvagi eða öðrum álíka
þunnum áburði. Þær eru mikilvirkar og viðhald þeirra lílið.
Þær kostuðu fyrir stríð 60—75 kr.
Viða má komast af með ódýrar sogdælur úr tré, eins og not-
aðar eru í mörgum minni vélbátum.
Keðjudælur eru dýrari, kostuðu fyrir stríð 130—150 kr.
(3—4 m langar). Ending þeirra getur verið góð, en erfiðara
að gera við þær, ef þær bila, en sogdælurnar. Þær eru aðal-
lega notaðar þar, sem dæla 'þarf þykkum foraráburði, t. d.
ef um salernisáburð er að ræða.
Renmi þarf að útbúa l’rá dælu að forarvagni. Hún gelur
verið með ýmsu móti, tréstokkur eða járnrenna. Á enda benn-
ar er gott að hafa gúmmihólk, sem er látinn ganga niður í
opið á forarámunni, þégar í hana er dælt. Hentugt er og að
hafa pípu úr járnblikki. Sé hún í tvennu eða þrennu lagi og
liægt að ýta henni saman eða taka í sundur líkt og sjónauka.
Er þá hægt að tempra lengd rennunnar, svo að ekki þurfi að
linitmiða staðinn, þar sem forarvagninn stendur í hvert
skipti, sem í hann er dælt.
e. Haugstæði. í þurrviðrasamari sveitum landsins má telja
vel gerlegt að geyma saur áburðarins í opnu haugstæði, ef
gryfja er til fyrir þvagið.
Lega þeirra skyldi valin þannig, að auðvelt sé að kohia
áburðinum þangað og þaðan aftur, að jarðveginum halli frá
haugstæðinu, svo að regnvatn renni ekki i það, og umfram
allt, að snjóa leggi ekki yfir haugstæðið. Þella síðasttalda
tel ég vera meginatriði.