Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 75
Þegar verðið á hverri fóðureiningu er 10 aurar, þá verður tapið minnst
við 1 áburðarskammt, þegar verðið er 15 aurar á fe, er gróðinn mestui-
við 1% skammt og með 20 aura verði á fe við 1%—2 skammta. Þetta
sýnir, að því hærra verð sem er á uppskernnni, því meiri áburð er
réttmœtt að nota.
11. Verðgildi búfjáráburðar.
Verðgildi búfjáráburðar má ákveða á fleiri vegu. Hér verð-
ur aðeins lýst þeirri aðferð, sem algengust er og telja verður
þá réttmætustu, en það er að virða búfjáráburð í hlutfalli við
tilbúinn áburð þannig, að tveir skammlar, annar af tilbúnum
áburði, hinn af búfjáráburði, er gcfa sömn uppskeru, séu
metnir sama verði. Tilbúinn áburður hefur ákveðið marlcaðs-
verð, og fer þá verð búfjáráburðarins eftir því. Þetta mat
byggist á því, að tilbúinn áburður geti að fullu komið í stað
búfjáráburðar. Um þetta atriði hefur mjög verið deilt. Thaer
liélt því fram, að búfjáráburður væri hinni eini rétti áburður,
því að jurtirnar tækju alla næringu sína úr hinum lífrænu sam-
bönduin hans. Þessi kenning skýtur víða upp kollinum enn í
dag. Sumir telja, að tilbúinn áburður geti að vísu verið góður
eitt og eitt ár í bili eða með búfjáráburði, en það sé ekki unnt
að halda jarðvegi í l'ullri rækt með honum einum í mörg ár.
Aðrir halda því fram, að það megi að vísu fá allmikla upp-
skeru af tilbúnum áburði einum saman, en sú uppskera verði
efnasnauðari og óhollari en hin, sem sprottin er upp af bú-
íjáráburði.
Elztu tilraunir, sem mér eru kunnar um samanburð á tilbúnum
áburði og búfjáráburði, eru frá Askov í Danmörku. Hófust þær 1894
og standa yfir enn. Þeim cr þannig háttað, að á suma reitina er
borinn búfjáráburður öll árin, á aðra eingöngu tilbúinn áburður
og nokkrir eru áburðarlausir. Þannig hefur áburðurinn verið í nær
]jví hálfa öld. Hér verður ekki, rúmsins vegna, hægt að sýna tölur
frá þessari tilraun, en þegar þær eru athugaðar, koma tvö mikil-
væg atriði í ljós. í fyrsta lagi gefur tilbúni ábiirðurinn öll árin
ineiri uppskeru en búfjáráburðurinn. í öðru lagi fylgjast mjög að
uppskerusveiflurnar eftir tilbúinn áburð og búfjáráburð frá ári
til árs. Er ekki unnt að sjá, að búfjáráburðurinn dragi neitt á til-
búinn áburð eða bilið milli þeirra minnki.
Gott ræktunarástand jarðvcgsins virðist því haldast við engu
síður af tilbúnum áburði en búfjáráburði. Það er því ekki
unnt að í'inna, að búfjáráburður hafi nein sérstök áhrif á
uppskeruna umfram það, sem jurtanærandi efni lians gefa