Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 78
7(5
B U F R /1-: Ð I N G U R I N N
áburðar. Sumir vildu skýra ])að á þann hátt, að efnin i þeim
fyrrnefnda væru torleystari og kænm því seinna að notum
fyrir jurtirnar. Þau væri þeim því ekki eins notadrjúg og
hættara væri við burtskolun þeirra. í seinni tíð hafa tilraunir
sýnt, að þetta er ekki aðalástæðan, heldur er hún sú, að við
notlcun áburðarins tapast ávallt meira eða minna af köfn-
unarefni úr búfjáráburði, vegna þess að sum efni hans eru
rokkennd (stækja) í mótsetningu við efni tilbúins áburðar.
Og þar sein búfjáráburðurinn við áðurgreindar tilraunir er
efnagreindur í áburðargeynislunni, um leið og ekið er út, þá
er það auðsætt, að efni hans eru svo mikið of hátt metin,
er við notkunina rýkur út i veður og vind. Og það getur
verið allmikið, eins og síðar verður sýnt.
Samanburður á tilbúnum áburði og búfjáráburði eftir þeirri
aðferð, sem hér að framan er lýst, verður raunverulega fyrst og
fremst samanburffur á köfnunarefni þessara áburðartegunda, þvi
að enda þótt gera megi ráð fyrir, að steinefni búfjáráburðar séu
ef til vill í nær því eins nothæfu ástandi og þau eru í tilbúnum
áburði, ])á koma þau ekki að sama gagni vegna þess, að magn
köfnunarefnisins er of lítið til þess, að ]>au komi að fullum not-
um. í tilraununum hér að framan má því gera ráð fyrir, að fos-
fórsýra og kalí hafi verið óþarflega mikið í heilum skammti af
búfjáráburði á móti hálfum af tilbúnum áburði, en samkvæmt lág-
markslögmáli Liebigs er ekki hægt að gera ráð fyrir, að þetta
liafi haft vaxandi áhrif á uppskeruna, að nokkru ráði. Það verður
þvi köfnunarefnið, sem aðallega ræður verðlagningu búfjáráburðar.
Verölagning bi'ifjáráburfíar. Þegar meta skal búfjáráburð til
verðs, samanborið við tilbúinn áburð, getur samkvæmt framan-
skráðu verið nokkurt álitamál, á hvern hátt það sluili gert. Oftast
er matið framkvæmt á þann veg, að efni búfjáráburðarins eru
metin t. d. á (i0%, miðað við verð sömu efna í tilbúnum áburði.
,"\Iá telja þessa aðferð réttmæta, þegar búfjáráburður er notaður
einvörðungu. Hins vegar er það svo, að við notkunina tapast aðal-
Iega köfnunarefni, eins og áður er sagt, og af því leiðir, að oft er
hcntugt aff nola tilbúinn köfminarefnisáburff mefí búfjáráburði.
Þá koma steinefni hans (P og K) að fullu gagni, og má þá virða
þau hærra. Hér verður fylgt hinni fyrri aðferð.
Nú skal sýnt, hvernig reikna má út verðgildi kúamykju eftir
verði á tilbúnum áburði sumarið 1941, en það var þetta, miðað
við 100 kg: brennisteinssúr slækja kr. 45.70 (20,(5% N), elekto-
I>hos kr. 51.90 (48% P„Or,) og kalíáburður kr. 52.00 (507Í K.O).
Við verðið frítt I höfn hefur verið lagt kr. 2.00 á hvern poka (nál.