Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 81
BÚFRÆÐIN G U R I N N
79
Samkvæmt þessu er hvert kg af þvagi þrisvar sinnum
verðmeira en 1 kg af saur. G.efur því að skilja, hversu mikil-
ATægt það er að geyma það og nota vel. Og af mykjunni alls
er þvagið um helmingur að verðmæti.
Samkvæmt framansögðu um verð á tilbúnum áburði má virða
allan búfjáráburð, er til fellst í landinu árlega, sem hér segir. Eru
]>á tvö geldneyti lögð á móti einni kú og gert ráð fyrir, að hvert
hross framleiði áburð fyrir 8 kr. að meðaltali, folöld ekki reiknuð
með. Miðað er við árið 1939:
Nautgripir ........ 32520 á kr. 75.00 = kr. 2439000
Sauðfé ........... 593785 ---- 2.20 = — 1300327
Hross ............. 45017 ---- 8.00 = — 3G0136
Samlals kr. 4105463
Önnur áburðarframleiðsla er litil.1) Samkvæmt þessu ætti árleg
áburðarframleiðsla í landinu að vera um 4—5 milljón króna vircíi
árið 1939. Það ár var fluttur inn tilbúinn áburöur fyrir rúma 1
milljón króna. Á því sést, að notkun búfjáráburðar er yfirgnæfandi
hér á landi, og veltur því á miklu, að þessi áburður sé geymdur
og hagnýttur eins vel og kostur er á.
Á að brenna sauðataðinu eða bera það á? Þessari spurn-
ingu er auðveldast að svara á þá leið, að bezt væri að þurfa
aldréi að brenna nokkrum taðköggli, heldur taka upp mó eða
nota annað heimafengið eldsneyti. En nú er víða svo högum
háttað, að slíkt eldsneyti er ekki til, og verða menn þá annað-
hvort að kaupa kol eða nota sauðatað til brennslu. Er því
nauðsynlegt að gera sér ljóst, hvort hyggilegra er að brenna
sauðataðinu og kaupa í þess stað útlendan áburð eða bera
sauðataðið á og kaupa kol þar, sem ekki er völ á öðru elds-
neyli. Og þetta atriði hefur þýðingu, hvort sem menn fara
að öllu leyli eftir niðurstöðu þess eða ekki. Á það má t. d.
benda, að flestum finnst þægilegra að geta haft talsvert af
kolum til upphitunar stórum húsum, jafnvel þótt þau séu
eitthvað dýrari en sauðatað.
Brennsla sauðataðs hefur löngum verið talin ein af verstu
búskaparsyndum íslenzkra bænda, og víst er um það, að hún
er mjög algeng hér á landi í þeim héruðum, þar sem á annað
borð er hægt að koma henni við (fé ekki á grindum). Sam-
kvæmt athugunum Ræktunarfélags Norðurlands um 1915
1) Þó er viða í kauptúnum landsins notað allmikið af fiskúrgangi,
cinkum hin síðari ár.