Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 82
80
B Ú F R Æ Ð 1 N G U B I N N
var þá hrennt á Norðurlandi taði undan þrem kindum af
hverjum fjórum. Eflir athugun höfundar á Snæfellsnesi og í
Dölum árið 1934 var brennt undan um % hluta af tölu sauð-
fjár, en í sumum sveitum á þessu svæði er fé almerint haft
á grindum. Kol notuðu meira eða minna fjórði hver hóndi.
Eftir hitagildi voru kolin 5%, sauðatað 25% og annað, mest
mór, 70% af eldsneytiseyðslunni.
Þegar ræða skal spurninguna um hrennslu sauðataðs eða
hvort betra sé að kaupa útlendan áburð eða kol, ])á skal fyrst
bent á það, að það er ekki hægt að gefa um þetta svar, sem
haí'i ævarandi gildi, því að þetta er fyrst og fremst spurning
um verð á útlendum ábnrði annars vegar og kolum hins
vegar. Verðlag á þessum nauðsynjum er, eins og kunnugt
er, mjög breytilegt frá ári til árs og fylgist alls eklci að. Hér
á eftir skulu sýndar hlutfallstölur um verð á kolum og til-
búnum áburði árin 1911—1912, 1921—1922 og 1937—1938.
Kolaverðið er tekið eftir íslenzkum hagskýrslum, en verðið
á tilbúnum áburði úr dönskum búnaðarskýrslum, þar sem
ég hafði ekki með höndum verð á honum öll ])essi tilteknu
ár, en gera má ráð fyrir, að verðhlutföllin hafi verið mjög
lík hér og í Danmörku: ..
í humn
Tilbúinn
áburður
Kol
100
1911—1912
1921—1922
1937—1938
100
155
104
Eftir stríðið 1914—1918 komust kol upp í þrefalt hærra
verð en þaú voru í fyrir slríð. Hækkun á tilbúnum áburði
var helmingi minni. Og 1937—1938 er verð á tilbúnum áburði
komið álíka lágt og það var fyrir 1914, en kolin eru enn í
70% hærra verði en ])á. Þau eru því tiltölulega dýrari en
áður, miðað við tillniinn áburð. Og þótl það hafi t. d. getað
verið réttmætt að brenna sauðataði 1911—1912, ])á er ekki
víst, að svo sé 1937—1938. Þetta sýnir, að fyrirfram er
ekki hægt að svara spurningunni um notkun sauðataðsins.
Það verður />ví aðeins gert, að verð á tilbunum áburði og
kolum sé þekkt.
Hér skal gerð tilraun til þess að reikna þetta út miðað við
áðurgreint verð á tilbúnum áburði og verð á kolum sama
ár (1941):