Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 83
BÚFRÆÐINGURI N N
81
Hitagildi í þurru sauðataði er nokkuð yt'ir 8000 hitaeining-
ar (he) á kg, og má ætla, að til brennslu þurfi um 2V4 kg
af því móti 1 kg af kolum eða um 2250 kg á móti 1 tonni af
kolum. Við þurrk mun sauðatað léttast um nál. 65%. 2250
kg af því svara því til um 6400 kg af nýju sauðataði. Ef 100
kg af sauðataðinu eru metin á kr. 1.20, þá er verðmæti 6400
kg um 77 kr. (til áburðar), en kol heimflutt munu vart
kosta undir 150 kr. tonnið. Nú ber þess að gæta, að allmikil
fyrirhöfn fylgir þurrkun og hagnýtingu sauðataðs fram yfir
kol. En þar á móti kemur það, að við þurrkun hefur sauða-
taðið nokkurt áburðargildi. Þurrka mat'gir tað á harðbala-
túnum, sem spretta seint, og gefur það góða raun. Taðaskan
er verðmætur áburður. í henni er fosfórsýran og kalíið
óskemmt. Bezt er að nota hana nýja og geyma hana ekki
lengi undir beru Iofli, því að við það geta þvegizt úr henni
efni, einkum kali. Af verðmætum jurtanærandi efnum er það
aðeins köfnunarefnið, sem tapast við brunann. Al' þessu má
álykta, að 6400 kg af sauðataði eru um 77 kr. virði til áburð-
ar, en um 150 kr. virði sem eldiviður.
Ég hika því ekki við að telja það ráðlcgt að brenna sanða-
taði og kaupa í þess stað tilbúinn áburð, þar sem elcki er völ
á öðru ódj/rara innlendu eldsncgti. Þar, sem gott mótak er,
þarf hvorki að brenna sauðataðinu eða kaupa kol, svo að
nokkru nemi. Góð mótaka er því mikill kostur við hverja
jörð. Al' bezta mó þarf ekki meira en 1 % kg á móti 1 kg af
kolum, en 4 kg af lakasta mó og yfirleitt 2—2% kg.
Sauðataðsbrennsla mun vera eins dæmi hér á landi og
sennilega islenzk uppfinning. Hefur liún líklegast komiö
lram, þegar skógarnir tóku að eyðast og kröfur um nýtt
eldsneyti verða háværari. Má telja víst, að þessi notkun
sauðataðsins hafi varðveitt stór skógarsvæði l’rá eyðilegg-
ingu, áður en farið var að nota kol. Má einnig taka það með í
reikninginn, þegar rætt er um þessa gömlu og nýju „bú-
skaparsynd“ íslenzkra bænda.
Hér að framan hefur nokkuð verið rætt um verkanir bú-
fjáráburðar, miðað við magn hans af jurtanærandi efnum.
í þeim eru og fólgnar aðalverkanir áburðarins. Hins vegar
getur gagnsemi hans verið á fleiri vegu. í búfjáráburði er t. d.
mikið af lífrænum efnum, og er hann því moldmyndandi.
Þetta atriði gelur haft allmikla þýðingu í sandjörð og leirjarð-
6