Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 84
82
BÚFRÆÐINGURINN
vegi. Búfjáráburðurinn bætir eðliseiginleika þessara jarð-
vegstegunda. f búfjáráburðinum er mikið af gerlum. Hefur
það einkum þýðingu, þegar um nýrækt er að ræða, þvi að þar
er oft lítið gerlalíf í jarðveginum. En smáverugróðurinn
eykst að visu fljótt, einnig ])ótt notaður sé tilbúinn áburður.
Sumir telja, að búfjáráburðurinn hafi skjólverkanir, ef hann
er borinn á að haustinu eða snemma vors og ekki unninn
strax. Þetta er þó mjög óvíst og órannsakað mál.
111. Notkun búfjáráburðar.
Á þessu sviði hafa verið gerðar nokkrar innlendar tilraunir,
og mun árangur þeirra verða notaður hér svo sem unnt er.
Þó verður í mörgu tilliti að styðjast við erlendar rannsóknir.
1. Hvaða jurtir notfæra sér búffáráburðinn tillölulega bezt?
Erlendar tilraunir sýna, að ýmsar nytjajurtir notfæra sér
búfjáráburðinn mjög mismunandi vel, miðað við tilbúinn
áburð, en hér á landi vantar tilraunir í þessu efni. Þetta
skal sýnt í eftirfarandi töflu, og tákna tölur hennar, hversu
vel ])essar jurtategundir notfæra sér næringarefni búfjár-
áburðar, samanborið við tilbúinn áburð. Talan 100 táknar
þannig, að viðkomandi jurt noti efni búfjáráburðar eins vel
og sömu efni í tilbúnum áburði, en þess er áður getið, að
jurtanærandi efni notast yfirleitt lakar í búfjáráburði en þau
gera í tilbúnum áburði.
Kartöflur ................. 75—100
Rófur ..................... 50— 75
Rúgur...................... 25 —30
Kartöflur notl'æra sér þannig búfjáráburðinn langbezt og allt
að því eins vel og tilbúinn áburð. Rófur notfæra sér búfjár-
áburð vel í meðallagi, en rúgur langlakast. Þessar tilraunir
ná ekki yfir gras, en vafalaust líkist það korninu að nokkru
og notfærir sér búfjáráburðinn ekki vel. Þegar svo þar við bæt-
ist, að í görðum er hægt að plægja áburðinn saman við mold-
ina, um leið og hann er borinn á, en á graslendi fær hann að
liggja ofan á grassverðinum lengri eða skemmri tíma, þá er
augljóst, að búfjáráburðurinn á alveg sérstaklega vcl heima i
görðum, einkum lianda kartöflum.
Margir halda, að búfjáráburður flytji með sér arfa i garð-
ana, og forðast hann þar af þeirri ástæðu. Nota þeir þar að