Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 87
BÚFRÆÐINGUR I N N
85
Þá skiptir það og miklu máli, hvort moldin er þurr, rök cða
bluut, þegar þvagi er ekið út. Þetta sýnir eftirfarandi tilraun, er
Tovborg Jensen gerði: Uppgufun stækju frá leirjörð •/.
Jörðin J)urr Jörðin rök Jörðin blaut
Eftir 3 klst. . . . ii 9 17
— (i — ... 15 11 25
— 12 — . . . 22 11 29
Tap stœkjunnar er hér mest, þegar moldin er blaut, svo að vatn
stendur alveg upp lil yfirborðsins. Getur þvagið þá ekki sigið niður
i jarðveginn nema að litlu leyli, en heldur sér við yfirborðið, og
gufar þá stækjan upp. Þegar moldin er þurr, verður einnig mikið
stækjutap. Þá veldur vatnsskortur því, að þvagið getur ekki bland-
azt moldinni, en gufar upp áður. Minnst er tapið, þegar jörðin er
rök, þannig að grunnvatnið sé nokkru neðar en yfirborð moldar-
innar, en vatn sé þó í öllum smærri holum jarðvegsins þar fyrir
ofan. Blandast þá þvagið þessum raka, og moldin bindur stækjuna
vel. Það er athyglisvert, að i þurri og blautri mold vex tap stækj-
unnar svo lengi sem tilrauninni var haldið áfram, en í rakri mold
er tapið hætt eftir nál. G klst. og er þá elcki meira cn 11%, en kemst
upp í 29% i blautri mold og 22% í þurri mold á 12 klst.
Aí' framanskráðum tilraunum má læra eftirfarandi atriði:
1. Vindur eykur mjög stækjutap áburðarins.
2. Raki toftsins (ef ekki rignir) hefur engin áhrif á st.ækju-
tapið.
3. Regn minnkar stækjutapið til muna.
4. Þegar áburðurinn er frosinn eða katt er i veðri, tapast litið
af stækju.
5. Þegar jarðvegurinn cr rakur (hvorki mjög blautur eða
þurr), bindur hann stækjuna bezt. Þetta á a. m. k. við um
leirjörð.
Af þessu leiðir, að bezt er að bera áburð « i tggnu veðri og
köldu og i regni, en jarðvegur sé rakur.
3. Hvenær á að bera á?
Mjög eru skiptar skoðanir á því hér á landi meðal bænda,
hort betra sé að bera á tún haust eða vor. Vafalaust er þetta
komið undir ýmsum staðbundnum skilyrðum og getur verið
breytilegt frá ári til árs á sama stað. Kemur þetta meðal ann-
ars fram í tilraunum, bæði erlendum og gerðum hér á landi.
Aðallega munu það vera tvö atriði, sém hafa áhrif í þessu efni,
en það er veðurfarið og aðferðir manna við ávinnsluna. Því