Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 88
B Ú F RÆÐINGURINN
86
meira sem rignir á vorin, því betur mun vorbreiðsla lánast og
gagnstætt. Stilll og kalt veður hefur áhrif í sömu átt. Og því
hentngri vinnuaðferðir og áhöld sem menn hafa við ávinnsl-
una, því betri raun mun vorbreiðsla gefa.
Hér á landi hafa verið gerðar nokkrar tilraunir um áburðar-
tíma búfjáráburðar í gróðrarstöðvunum í Reykjavík, Akur-
eyri og Eiðum. Gilda þær allar um kúamykju. Sakir þess að
nokkuð annað mun gilda um fastan áburð og þvag, verður
það meðhöndlað sitl í hvoru lagi.
a. Blandaður búfjáráburður eða saur (kúamykja) í eftir-
farandi töflu verður sýndur árangurinn af innlendum tilraun-
um með kúamykju eða kúasaur. Á Akureyri var áburðar-
skainmturinn 22500 kg á lia, bæði af mykju og saur, árin
1929—1931, en 30000 kg árin 1939—1941. í Reykjavík 1923—
192(5 var skammturinn 20000 kg tvö fyrri árin, en 26667 kg
tvö síðari árin. Á Eiðum var áburðarmagnið 45000 kg, allt
miðað við ha. 1 Reykjavík og Eiðum var enginn reitur áburð-
arlaus og því ekki hægt að reikna út vaxtaraukann. Allar
uppskerutölurnar eru hestburðir af ha eða hlutfallstölur upp-
skeru alls, haustbreiðsla sett 100:
Kúamykja Kúasaur
Aburð- Haust- Vor- Haust- Vetrar- Vor-
Hestburðir arlaust br. br. br. br. br.
Akureyri 1929—1931 . . 24,7 36,2 31,7 30,2 27,3
— 1939—1941 . . 32,4 61,8 54,5 55,3
Eiðum 1932—1941 . .. 49,1 35,4
Reykjavík 1923—1926 . 60,6 63,8
Hlutfallstölur
Akureyri 1929—1931 . 100 88 100 90
— 1939—1941 . 100 88 90
Eiðum 1932—1941 . .. 100 72
Reykjavílt 1923—1926 . 100 105
I sumum tilraununum kemur fram nokkur áramismunur,
þannig að eitl árið getur vorbreiðslan gefið betri raun, en
annað árið haustbreiðsla.
Ofangreindar meðaltölur sýna greinilega, að á Akurevri gef-
ur haustbreiðsla betri raun en vorbreiðsla, hvort sem uin
blandaðan áhurð eða kúasaur er að ræða. Vorbreiðslan er um
10% lakari. Á Eiðum fer munurinn í sömu átt, en er meiri.