Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 89
BÚFRÆÐINGURINN
87
Þar er vorbreiðslan 28% lakari. í Reykjavík er munurinn
gagnstæður, og er hann um 5%.
Á Akureyri reyndist vetrarbreiðsla sæmilega vel og litlu
lakar en vorbreiðsla.
Af tilraunum þessum virðist mega draga þá ályktun, að
nordanlands og austan, það er i Jiurrviðrasamari héruðum
landsins, muni haustbreiðsla vera hentugasti áburðartiminn,
sé jarðvegur ekki sendinn og því ástæða til að óttast burtskol-
un efna úr honum. í votviðrishéruðunum mun vorbreiðsla
ciga betur við. í tilrauninni á Akureyri 1939—1941 virðist
vetrarbreiðsla gefast sæmilega. Einkum gefur hún góða raun,
þegar breitt er á }>iða jörð. Veturinn 1939 var breitt á gadd-
frosna jörð, og gaf vetrarbreiðslan þá um 80% uppskeru á
móti haustbreiðslunni, 1940 var breitt á þíða jörð, og þá gaf
vetrarbreiðslan um 97 % af haustbreiðslu.
Tilraunirnar á Eiðum sýna enn fremur, að nauðsynlegt er
að bera snemma á bæði haust og vor. Reyndir voru þar tveir
áburðartímar að hausti og tveir að vori. Að meðaltali reyndist
betur að bera á í september en október. Uppskeran var hlut-
í'allslega 53,1 og 45,0 hestb. á ha. Apríl-breiðsla gaf 36,7 og
maí-breiðsla 34,0 hestb. af ha, og reyndist því betur að bera á í
apríl en í maí.
f Danmörku og Noregi liefur vorbreiðsla gefið betri raun i tilraununi
en vetrar- og liaustbreiðsla. í Danmörku er talið, að á moldar- og leir-
jarðvegi þurfi um 20% meiri áburð að hausti en að vori til að gcfa sömu
uppskeru og á sandjörð 35% meiri áhurð.
Samkvæmt því, sein nú hefur verið sagt, má ætla, að hér á
landi geti komið lil greina þrenns konar áburðartími fyrir
fastan búfjáráburð:
Að haustinu. Aðallega í þurrviðrissveitum. Bera skal
snemma á, helzt í september, svo að haustrigningar nái að
taka með sér auðleystustu efni áburðarins ofan í moldina, en
þar bindast þau af efnatökuafli hennar. Haustbreiðsla er tæp-
lega ráðleg nema á hallalitlum túnum, þar sem jarðvegurinn
er ekki sandkenndur, ]»ví að þar er efnatökuaflið minna. Mok-
ið úr við fyrstu hentugleika. Ekki er ráðlegt að bera í garða
cða nýrækt á haustin.
Að vctri. Vetraráburður kemur vart til greina nema á flat-
lenda jörð, þar sem ekki leggur mikinn snjó. Annaðhvort
skal ekið út á þiða jörð og mokað strax úr (lielzt í rigningu)