Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 95
B U F R Æ B I N G U R I N N
93
Ef taðið er mulið annars staðar, t. d. heima á húsahlaði, tapast
mikið af fínasta áburðinum.
Þegar sauðatað er borið i nýrækt eða garða, hefur reynzt
vel á Hvanneyri að bera það í raðir með ca. 13 m millibili,
setja þar hlass við hlass, maukherfa með mikið skekktu
diskherfi og moka svo úr. Má moka vel úr raðastæðunum,
því að alltaf blandast þar moldinni mikið af fínmuldum
áburði.
Áhtíld við dréifingu áburðar. Fyrir fastan búfjáráburð
eru íil áburðardreifarar bæði fyrir einn (tvíhjólaðir) og tvo
hesta (fjórhjólaðir), en gerð þeirra er í aðaldráttum hin
sama. Botn kassans er lireyfanlegur, og við hann er fremri
gaflinn festur, en botninn er laus við hliðar kassans. Aftast
er valsi með mörguin tönnum, er dreifa skal áburðinum.
Dreifingin er framkvæmd þannig, að botninn er settur á
hreyfingu aftur eftir með keðju á vagnhjólin. Áburðurinn
flyzt þannig aftur eftir kassanum, lendir á dreifivalsanum,
er sundrar honum smátt, og jjannig fellur hann niður
á jörðina. Dreifimagnið fer eftir hraða hins lausa botns, og
er hægt að breyta honum allmikið. Þeir eru allþungir í
drætti, 150—200 kg á jöfnu, föstu landi, en meira á lausum
jarðvegi eða í bratta. Þeir dreifa áburðinum vel, en eru
dýrir, kostuðu árið 1935 um 360 kr., en þá kostuðu venju-
legar kerrur uin 200 kr.
Tvihjóla áburðardreifarar hafa nokkuð verið reyndir hér
á landi af einstökum bændum, og telja sumir þá hentuga til
að dreifa sauðataði, því að þeir mylji það sundur, um leið
og dreifing fer frarn. Annars þykja þeir seinlegir í notkun,
og er hæpið, að svari kostnaði að nota þá.
Forardreifarar eru til af ýmsum gerðum. Þeir eru festir
aftan á forarámurnar. Fyrir kúaþvag eru rördreifararnir al-
gengastir og beztir. Af þeim eru til ýmsar gerðir. Þeir ein-
földustu eru löng pípa (nokkru lengri en vagninn er l>reið-
ur), og á henni eru göt með vissu millibil (13—14 cm), og
dreifist lögurinn í gegnum þau. Bunurnar eiga að vera sem
jafnastar og samhliða. Úr miðri pípunni gengur vinkilrör,
sem l'est er í tæmikranann á forarámunni. Þessir dreifarar
eru ekki hentugir nema á þunnan lög, þar sem ekki eru
„óhreinindi" til að stífla götin. Betri eru dreifarar, þar sem