Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 96
94
B Ú F R Æ Ð I N G U li I N N
7. mynd. Foraráma mcð dreifara ú fjórhjóluðum IvicijMsvagui.
lengra er á milli gatanna og þau víðari, en fyrir neðan hvert
þeirra er lítið dreifispeldi, sem breiðdreifir leginum. Þessir
dreifarar eru nijög hentugir fyrir kúaþvag og annán þunnan
foraráburð. Sé dreifispeldið tekið af, dreifist í raðir. Getur
]>að verið hentugt í rófnagörðum eða í raðsánum ökrum.
Það er þó galli við ]>essa gerð, að vindur hefur meiri áhrif
á dreifinguna en þegar hin fyrri gerð er notuð. Vinnubreidd
rördreifara er um 2% m. Skyldi nota J>á alltaf, þegar J)ví
verður við komið, einkuin við fjórhjóluð ökutæki. Sjá 7. mynd.
Á síðari árum er farið að nota raðdreifara erlendis. Það
eru rördreifarar, en frá hverju gati þeirra gengur mjó pípa
niður á við og endar neðst í eins konar skera, sem rótar upp
jarðveginum, en lögurinn fellur í rásina. Blandast hann J>á
moldinni strax og liylst að mestu um leið. Slíkir dreifarar
verða aðeins notaðir á ökrum.
Speldis- eða tungudreifarar eru notaðir á þykka for, t. d.
neðst úr þvaggryfjum og úr bæjarforum. Þeir eru mjög ein-
faldir að gerð, stutt pipa, 5—7 cm að vidd, með uj)pbeygðri
vör að framan, og dreifir hún leginum. Vinnubreiddin er
lítil, ekki meiri en vagninn er breiður. Þeir eru ódýrir. Hver
bóndi ])arf að eiga bæði rör- og tungudreifara og nota til