Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 97
B U F R Æ Ð I N G U R 1 N N
95
skiptis á foraráburð sinn eflir því, sem við á. Kúaþvag dreifist
ekki nægilega vel með speldisdreifara.
Sjálfsagt er að láta áburðarlöginn fara í gegnum forarsiu,
þegar dreift er með rördreifara. Getur hún t. d. verið bliklc-
hólkur, sem mjókkar niður, og' er blikkbotn í neðri enda hans.
Hann og hliðarnar eru alsett smágötum.
Rennslisjafni. Það er dálítil pípa, er nær niður undir botn
á forarámunni, en við hana er fest plata efst, og er hún skrúfuð
loflþétt á op ámunnar, þar sem lögurinn er settur í hana.
Pípan nær út í gegnum plötuna. Loft kemst því niður í
tunnuna aðeins i gegnum pípuna, en það verður, þegar nokk-
ur loftþynning hefur átt sér stað í tunnunni. Eftir það er
útrennsli úr tunnunni jafnt. Sé rennslisjafni ekki notaður,
verður útstreymi lagarins mest fyrst. Þetta má ])ó nokkuð
jafna með því að láta hestana ganga mishart, hraðast fyrst,
meðan hátt er í tunnunni, en hægja ferðina eftir því, sem
lækkar í henni.
c. Ávinnslii. Þegar áburðurinn er borinn ofan á jarðveginn,
er það mjög undir ávinnslunni komið, hvernig hann kemur
að notum. Fyrst er þá að athuga, á hvaða tíma ávinnslan á
að framkvæmast. Þegar borið er á að hausti, getur t. d. verið
um það að ræða, hvort slóðadraga skuli þá strax eða ekki
fyrr en næsta vor, og mun það algengast. Og' þegar vorhreiðsla
er notuð, er það ýmist, að menn vinna á strax eða eftir nokk-
urn tíina.
Um þetta atriði hafa aðeins verið gerðar tilraunir á Eið-
um noklcur undanfarin ár. Notuð var kúamykja 45000 kg á
ha. Tilhögun tilraunarinnar og niðurstöður fyrir árin 1932
—1941 var sem hér segir:
1. Haustbreiðsla í hestb. af ha. i þíða jörð, unnið á strax, gaf 39,1
2. Haustbreiðsla í hestb. af ha. i þíða jörð, unnið á i næsta vor, 36,1
3. Vorbreitt snemma, unnið á strax, gaf 30,4 hestb. af ha.
4. Vorbreitt snemma, unnið á síðar, gaf 32,7 hestb. af ha.
í samræmi við tilraun hér að framan gefur haustbreiðsla
hér betri árangur. Á 1. og 3. reit var unnið á strax með hrífu
og áburðinum fíndreift og svo aftur síðar einu sinni eða
oftar. Á 2. og 4. reit var i fyrsta skipti unnið nokkrum dög-