Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 99
BÚFRÆÐINGURI N N
97
Guðnuindur Pálsson á Guð-
laugsstöðum í Húnavatns-
sýslu fundið upp ódýrt og
hentugt áhald til þessa, og
er því lýst í Búfræðingnum,
7. árg„ hls. 129—130. Ahald
þetta er búið til úr járn-
blikki, likt og venjuleg hey-
skúffa. Að framan er fest á
hana þríhyrnt járn, þannig
að kjölur þess veit upp, en
brúnir niður. Með hand-
fangi má beita járni þessu
nieira eða minna. Smýgur
þá fremri brún þess undir
áburðarköggla og annað
slíkt, og sal'nast þá fyrir röst
af því framan við járnið.
Þegar mishæðir koma, vilja
áburðarkögglar hrökkva lil
hliðar og' tapast undir járn-
ið og skúffuna. Hefur okk-
ur því reynzt svo á Hvanneyri, að fyrir aftan skúffuna þurfi
að ganga maður með hrífu í hendi og raka upp í skúffuna
afrakstrinum, jafnóðum og hann safnast fyrir framan járnið.
Verður þá litið eftir, og hreinsar skúffan þannig á sæmilega
vel sléttu túni eins vel og þörf gerist. Bezt er aö festa hana
aftan í slóða. Má svo ýmist raka úr henni iðulega inn á svæð-
ið, sem enn er óhreinsað (fer þá slóðinn yfir þann áburð
aftur og aftur), eða losa úr skúffunni í stærri eða minni hrúg-
ur, sem síðan eru fluttar í burtu. Breidd skúffunnar þarf að
vera eins og breidd slóðans. Með 80 cm breiðri skúffn má
hreinsa dagsláttuna á 1 klst., ef vel gengur. Sjálfsagt er að
túnhreinsun fari fram um leið og áburðurinn er unninn
niður. Á 8. mynd sést skúffan og höfundur hennar.
5. Áburðinum blandað saman við moldina.
Hér að framan hefur hvað eftir annað verið sýnt fram á,
að mikill hluti stækjunnar getur tapazt i loftkenndu ástandi,
þegar búfjáráburður liggur ofan á jarðveginum. Þetta tap
7
8. mvnd.