Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 101
B Ú F R /E ÐINGURIN N
515)
undir þökurnar. Og það er gömul og ný reynsla, að á þennan
hátt verkar búfjáráburðurinn íujög vel. Af þessu lá nærri að
álykta, að hægt mundi vera að plægja áburðinn niður,
einnig i slétt tún.
Fyrstur nianna mun Páll H. Jónsson á Stóru-Völlum í
Bárðardal hafa reynt þetta. Fyrst risti hann ofan af sléttum
snöggslægum grundum. Það var árið 1901. Og litlu síðar
reyndi hann að rista ofan af með plóg, en gekk ekki ávallt
vel að fá strengina jafnþykka. Hann telur sig fá góðan
árangúr af aðferðinni og skrifar um hana í Frey, 4. árg.,
hls. 74—77.
Árið 1913 byrjar Ræktunarfélag Norðurlands að gera lil-
raunir með þessa aðferð. Var þar borið saman óhreyft land,
sáðslétta, gaddvöltun og strengplæging. Gaddvöltunin var
framkvæmd þannig, að valta, er var alsettur göddum, var
ekið um landið, og tætti hann það talsvert upp, án þess þó
að um herfingu væri að ræða. Við strengplægingu var landið
]>)ægt, horinn áhurðu.r undir og strengjunum velt yfir aftur.
f einum tilraunaliðnum var reynt að losa jarðveginn undir
strengnum, áður en honum var velt yfir. Nokkuð af áburð-
inum var sett undir strengina, en nokkuð ofan á — eða hlut-
fallslega 72 og 28%. Tilraunin stóð yfir í 6 ár. Enginn reitur
var áburðarlaus, svo að ekki er liægt að reikna út vaxtar-
aukann. Árangurinn var í stórum dráttum sá, að þegar upp-
skeran á tonn af áburði af óhreyfðu gaf 100, gaf sáðslétta
120, gaddvöltun 136, strengplæging 163 og strengplæging og
losun 161. Losun jarðvegsins undir plógstrengjunum hafði
þannig engin áhrif. Gaddvöltun verkaði lakar en streng-
jjlæging, en betur en sáðslétta. Uppskeran var lítil, enda var
tilraunin gerð á lélegu landi. Ekki er hægt að reikna út,
hversu miklu betur áburðurinn hefur verkað í undirburði en
yfirbreiðslu, en eftir því, sem næst verður komizt, hafa
verkanir ábnrðarins þrefaldazt við undirburðinn.
Árin lt)2.r)—1930 gerði Ræktunarfélagið aðra tilraun á
þessu sviði. Um 64% af áburðinum var ])Iægt niður, en hitt
borið ofan á. Borið var saman óhregft land, mosaherfað (ekki
ólíkt gaddvöltun) og strengplæging. Tilraunin var gerð í
gamalli sáðsléttu í sæmilegri rækt (3 samreitir). Aðalárangur
tilraunarinnar var sá, að þegar uppskeran af óhreyfðu landi
var 100, gaf mosaherfað 88 og strengplægt 125. Hér gefur