Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 103
101
B Ú F R Æ1) I N G U R I N N
éftir ekki reiknað með honum sérstaklega, með því líka að
plægingin er nauðsynlegur fylgifiskur undirburðarins.
Samanburð á fyrsta og þriðja lið er fyrst hægt að gera
eftir tvö ár. Þá hafa þessir liðir fengið sama áburðarmagn, sá
fyrri sem yfirbreiðslu, en hinn síðari sem undirhurð (og þvag
sem yfirbreiðslu). Þriðji liður hefur þá gefið 18,5% meiri upp-
skeru en fyrsti liður. Næstu 4 ár fær þriðji tilraunaliður engan
áburð annan en hina venjulegu yfirbreiðslu af kúaþvagi, en
l'yrsti liður fær áfram auk þess hina venjulegu yfirbreiðslu af
kúasaur, en samt sem áður helzt uppskeran uppi, svo að þeg-
ar tekið er meðaRal af ö árum, má heita, að uppskeran sé
jöfn á 1. og 3. lið. Hefur sá síðarnefndi þó á þeim tíma fengið
þrefalt meira af föstum áburði en 1. Þetta virðist i fljótu
bragði vera allt önnur og betri niðurstaða en hlutfallið sýnir
cftir 2 ár (18,5%), en það stafar af eftirtöldum orsökum:
a. Undirburðurinn sýnir meiri eftirverkanir en yfirbreiðsl-
an, þannig að þriðja árið gefur nr. 3 um 5% meiri uppskeru
en nr. 1.
b. Hlutfallstalan 118,5 á við alla uppskeruna, en ekki aðeins
vaxtaraukann.
c. I uppskerunni eru einnig fólgnar verkanir þvagsins.
Þegar liðir h og c væru dregnir frá heildaruppskerunni, ef
þeir væru þekktir, þá mundi þungi uppskerunnar minnka all-
mikið. Samanburður á nr. 5 og 0 sýnir, að verkanir þvagsins
þessi tvö fyrstu ár tilraunarinnar er að meðaltali 2384 kg heys.
Ættu þessar verkanir að vera minnst eins miklar á nr. 1 og 3,
þar sem áburðarmagnið þar er mun minna. Þegar þessi tala
er dregin frá, fæst fyrir nr. 1 og 3 hlutfallslega 1014 og 2354
kg heys, og þegar nr. 1 er sett 100, fæst fyrir nr. 3 um 145.
Og el' enn fremur væri dregin frá sú uppskera, sem jarðvegur-
inn gefur sjálfur (álnirðarlaust), þá kæmi enn hærri hlut-
fallstala út fyrir nr. 3, sennilega um eða yfir 200. Verkanir
undirburðarins i þessari tilraun eru því um það hil tvöfaldar
móts við yfirbreiðslu.
Þegar bornir eru saman liðir nr. 1 og 4, þá hafa þeir fengið
sama áburðarmagn eftir 4 ár. Þá er uppskeran þannig að
meðaltáli, að nr. 4 gefur 136,2 á móti 100 i nr. 1. Þegar
verkanir þvagsins eru dregnar frá lyrir þessi 4 ár, þá fást hlut-
fallstölurnar 100 : 109, og væri vaxtarauki áburðarins þekkt-
ur, mundi fást hlutfallstala fyrir nr. 3 um eða yfir 200. Auk