Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 105
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
103
Ekki er fengin nákvæm reynsla fyrir því, hversu mikið
verk undirburðurinn er. Ólafur Jónsson telur, að plægingin
sé 3 dagsverk, en 10 dagsverk fari í að velta strengjunum yfir
uftur, miðað við ha, alls 13 dagsverk. Er þá ekki reiknuð vinna
við litakstur eða úrmokstur áburðar, því að það er ekki meira
verk, þótt áburðurinn sé borinn undir en ofan á. Auk þess
þarf að ætla vinnu við að hreinsa burtu aukastrengi og valta.
Samkvæmt reynslu á Hvanneyri er vart hægt að gera ráð fyrir
minni vinnu við þessa aðferð en 20—30 dagsverkum á ha. Sé
borið á til 0 ára í einu, koma um J dagsverk á hvert ár. Á
móti þessu kemur svo sparnaður við ávinnslu og túnhreinsun.
JVemur það, samkvæmt niðurstöðum biireikninga, um 4 dags-
verkum á ha. Verkið er því álíka mikið við undirburð og yfir-
breiðslu, en hægt er að komast af með ódýrari vinnukraft við
yfirhreiðsluna. Betri not áburðarins við undirburð er því að
mestu hreinn gróði við þessa aðferð. En nokkuð mun það reyn-
ast örðugt fyrir bændur, sem hafa litinn áburð, að byrja á
þessari aðferð, ög ávallt þarf talsvert af auðleystum áburði
með til yfirbreiðslu.
Áburðarherfing. Samkvæmt tilraunum við Aarslev er það
lakara að herfa áburðinn saman við moldina en að nota plæg-
ingu. Munaði það um 10% á vaxtaraukanum. Sennilega er
munurinn meiri hér á'landi. Ætti því að plægja áburðinn niður
í garða og nýrækt, þar sem unnt er að koma því við. Gott er
að festa á plóginn í staðinn fyrir hníf lílið moldvarpslagað
járn, ,,forplóg“, sein hefur það hlutverlc að skafa áburðinn og
]>að efsta af moldinni ofan í götuna, áður en strengnum er
\ell við. Hylsl þá áburðurinn betur en ella.
Bezt er að herfa áburðinn niður með diskherfi mikið
skekklu og herfa „hálft í hálft“, en áður þarf að vera húið að
jafna flagið til fulls.
Þegar kúaþvag er borið í nýrækt, er sjálfsagt að herfa það
niður slrax, einkum ef þurrt veður er.
Fastur áburður þynntur i'it með valni. Engin reynsla hefur fengizt
iim það í lilraunuin hér á landi, hvernig það gefst að hræra áburð-
inn út í vatni og dreifa honum þannig um jarðveginn líkt og for.
El' jörð er rök og rigning, má gera ráð fyrir, að áburðurinn sígi á
þennan hátt vel niður í jarðveginn, en í þurru veðri má búast við
allmiklu stækjutapi. Aðferðin er allfyrirhafnarsöm, og selur ]>að
stólinn í dyrnar fyrir almenna notkun hennar. Torfi i Ólafsdal