Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 107
B U F R Æ Ð I N G U R I N N
105
fjáráburði er magn fosfórsýrunnar 47% meira i áburði en í upp-
skeru, köfinmarefnismagnið er nokkru meira, en kali minna. Þetta
sýnir, að þvi betur sem borið er á, því minna gengur á efni jarð-
vegsins, og þegar komið er yfir visst mark, fara efni að safnast
fyrir í jarðveginum. Þess skal þó getið, að ávallt á sér stað nokkur
úrþvottur efna úr jarðveginum.
a. Aðferðir til að álsveða áburðarþörfina. Til þess að komast að
])vi, hve mikið þurfi að bera í jarðveginn af áburði, cru til margar
aðferðir. Eru þær misjafnlega fyrirhafnarsamar og ábyggilegar, og
sennilega má segja um þær allar, að þær hafi sína galla og engin
þeirra sé fullkomin.
Sú fyrsta og einfaldasta er fólgin í þvi, að efnamagn uppsker-
unnar er ákveðið og síðan er það lagt til grundvallar, að bera
Jjitrfi jafnmikið á af köfnunarefni, fosfórsýru og kali og burtu
er flutt með uppskerunni. Þessari kenningu er mjög haldið á loft
bæði fyrr og siðar, og í fljótu bragði virðist grundvöllur hennar
eðlilegur. Tölurnar, sem gefnar eru upp hér að ofan um efnamagn
áburðar og uppskeru, benda þó í aðra átt . Samkvæmt þeim er
innihald áburðarins af fosfórsýru hlutfallslega meira en kalís og
köfnunarefnis, miðað við efnamagn uppskerunnar. í sömu átt
benda rannsóknir, sem P. Christensen gerði hjá nokkrum dönsk-
um bændum. Samkvæmt þeim þurfti að vera i áburðinum G2%
köfnunarefni, 140% fosfórsýra og 53% kalí, miðað við magn ]>ess-
ara efna í uppskerunni. í svipaða átt bendir tilraun, er gerð var í
Gróðrarstöðinni í Reykjavík 1924—1929 og magn það, sem almennt
er ráðlagt að nota af tilbúnum áburði. Magn áburðarins af köfn-
unarefni og kali má því vera minna en finnst i nppskerunni, en
meira af fosfórsýru. Þessi staðreynd er talin orsakast af þvi, að
fosfórsýra gangi jafnan að nokkru í torleyst sambönd í jarðveg-
inum og komi þvi jurtunum ekki að öllu leyti að gagni. Hins vegar
berist jurtunum nokkuð af köfnunarefni og kalí öðruvísi en með
áburði, t. d. köfnunarefni með regnvatni og fyrir starfsemi köfn-
unarefnissafnandi gerla.
Önnur aðferð er í því fólgin að efnagreina uppskeruna og kom-
ast að raun um, Iwort efnamagn hennar er i meðallagi eða ekki.
Ef eitthvert efni er minna en í meðallagi, þarf að bera meira á af
því o. s. frv. En efnasamsetning jurtanna er alls ekki nægilega ná-
kvæmur mælikvarði i þessu efni, enda getur fleira haft áhrif á
hana en áburðarmagnið.
Ýmsar aðferðir bt/ggðar á efnagreiningum hafa komið fram á
síðustu árum, t. d. Neubauer-aðferð, citronsýruaðferð Arrheníusar,
laktataðferð Egners, fosfórsýruaðferð Bondorffs, kertilraunaaðferð
Mitscherlichs o. fl. Þessar aðferðir hafa ekki enn verið notaðar
hér á landi, og er því mjög óvíst um notagildi þeirra fyrir ís-