Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 111
B Ú F R Æ Ð I N C. U R I N N
109
í fyrsta lagi, eí' bóndinn telur sig ekki hafa efni á því að
kaupa tilbúinn áburð, mun yfirleitt ráðlegt að dreifa búfjár-
áburðinum árlega á allt túnið frekar en að liafa suma hluta
þess óáborna. Að visu er meira verk við ávinnslu og hreinsun,
en áburðurinn kemur þannig að belri notum, a. m. k. á ræktar-
góðum túnum.
í öðru lagi getur bóndinn key])t tilbúinn áburð til að fylla
upp í það skarð, sem lil vantar, að hann fái J)á uppskeru, sem
hann er ánægður með. Er þá sjálfsagt að leggja aðaláherzl-
una á að kaupa köfnunarefnis- og fosfórsýruáburð og bera á
jneð búfjáráburðinum. Mætti þá t. d. nota 12000 kg af búfjár-
áburði á ha (nál. 12 kerruhlöss á dagsl.), en bæta upp með 150
kg af saltpétri eða brennisteinssúrri stækju og 130 kg af
superfosfati. Með ])essu móti yrði biifjáráburðinum dreift um
allt túnið. Fer þá tiltölulega mikil vinna í ávinnslu og tún-
hreinsun, en áburðurinn notast vel. Þar, sem vinnuaflið er litið
eða dýrt, getur svarað kostnaði að bera búfjáráburð á nokk-
urn liluta túnsins, fulla breiðslu, en alhliða tilbúinn áburð á
liinn hlutann. Við J>;ið sparast vinna, en áburðurinn notast
tæplega eins vel. í J)essu tilfelli mundi oft henta vel að nota til
skiptis búfjáráburð og köfnunarefnis- og fosfórsýruáburð, bera
annað árið á fulla breiðslu af búfjáráburði og hitt árið fulla
breiðslu af köfnunarefnis- og fosfórsýruáburði. Eru fullar lík-
ur til, að kalíið væri þá nóg frá árinu áður.
í þriðja lagi getur verið um ])að að ræða fyrir bóndann að
knýja töðufeng sinn upp, t. d. vegna þess að engjar eru mjög
Jitlar eða lélegar, vinnukraftur er dýr eða búskapur byggist
á einhliða búfjárrækt (kýr), svo að taða er nauðsynlegt fóður.
Mun þá oft vera liaganlegt að nota fullan skanimt af búfjár-
áburði, en bæta hann upp með köfnunarefnis- og fosfúrsýruáb.
Annars eru skilyrðin í þessum efnum misjöfn á ýmsum stöð-
um. Hér hefur verið bent á nokkur atriði til leiðbeiningar.
Það, sem hér að ofan hefur verið sagt um notkun áburðar,
gildir einungis um kúamykju. Álíka mikið þarf að bera á af
hrossataði, en um 25% minna af sauðataði. Þegar saur og
þvag er iiðskilið, skal liaga notkun áburðarins á annan veg.
Saurinn er tiltölulega auðugur af fosfór, og mun því ekki
þurfa það efni til uppbótar, en hann er fátælvur af auðleystu
köfnnnarefni og kalí. Kalí vantar sízt í íslenzkan jarðveg, eins
og áður er sagt. Má því telja, að elvki þurfi að bei’a það á með