Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 112
110
B U F R Æ Ð I N G U R I N N
þessum áburði nema þar, sem hann er borinn á sama blettinn
ár eftir ár í langan tíma. Köfnunarefnið er aftur á móti
áhrifamikið næringarefni, og þarf að bera það á í auðleystu
ástandi með saur búfjáráburðar.
Þixiqið vantar næstum alveg fosfórsýru, og þarf að bera
liana á ineð þvi. Aftur á móti er í því mikið af köfnunarefni
og kalí. Það má því segja, að vel henti að bera á saman saur
og þvag búfjáráburðar, t. d. 17000 kg saurs otj 6000 kg þvags á
ha. Æskilegt væri að vísu að geta baft þvagmagnið meira en
]>etta, en miðað við framleiðslúmagn þess er þetta nokkuð í
hlutfalli við saurinn.
Ef þvag er notað einvörðungu, má telja, að á ha þurfi 15—
20 þúsund kg og auk þess um 400 kg superfosfat. Þar, sem
mikið er til af kúaþvagi, getur verið hentugt að bera það á
milli slátta.
Tölurnar, sem gefnar eru hér að framan um áburðarmagn,
má ekki skoða svo, að þær liafi alls staðar fullt gildi, heldur
getur verið nauðsynlegt að víkja frá þeim meira eða minna
i einstökum tilfellum. Það getur l. d. verið mjög svo misjafnt
á ýmsum stöðum, hvaða efni vantar í jarðveginn. Ef mikið
kveður að slikri vöntun, má nokkuð sjá það á jurtunum, sem
þar vaxa. Þegar skortur er á köfnunarefni, verður blaðvöxtur
jurtanna lítill, og þær fá gulleitan blæ. Við fosfórsýruvöntun
verður fræþroskun sein, blöðin litil og óeðlilega dökkgræn og
rótarvöxtur tregur. Þegar kali Vantar, fá blöðin gulbrúnar
rendur og hvíta bletti á milli blaðtauganna.
Áburðarmagn í garða og kornakra. Klemens Ivristjánsson
telur, að til kornræktar sé hæfilegt að nota um 10—20 þús. kg
af búfjárálmrði á ha og aulc þess 100 -125 kg af superfosfati
og að bezt sé að nota ársgamlan áburð, fjós- eða hesthúshaug.
Hann telur, að þessi áburður sé hentugur fyrir hafra og rúg.
Til byggræktár sé tilbúinn áburður betri.
Um áburðarmagn fyrir kartöflur og rófur eru nokkuð skipt-
ar skoðanir meðal búfræðinga, og innlendar tilraunir vantar
:ið mestu um áhrif áburðarmagnsins á uppskeru, efnamagn og
bragðgæði. Framar i þessari ritgerð er sýnt fram á það, að
búfjáráburður muni henta vel í garða, einkum handa kartöfl-
um. En telja má líklegt, að hentugt sé að nota með búfjár-
áburðinum einstakar tegundir af tilbúnum áburði. Það er al-
knnna, að sums staðar i görðum ber mikið á því, að gras