Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 113
B U F R Æ Ð I N G U R I N N
1 1 1
kartaflnanna vex ört og verði stórt, en undirvöxturinn ekki að
sama skapi góður og stundum beinlínis rýr. Þetta mun oftast
stafa af ol' miklum köfnunarefnisáburði. í slikur tilfellum ber
því að draga úr magni búfjáráburðarins, sé hann notaður, og
bæta uj)j) með fosfórsýru- og kalíáburði.
Eftirfarandi tilraun Ræktunarfél. Norðurlands sýnir áhrit
áburðar á uppskeru, meðaltal 1937—1939 (hundraðstölur):
Áburðarlaust....................................... 100
60 þús. kg mykja á ha............................... 257
90 — — —..................................... 296
60 — — — — — 4- 500 kg nitrophoska'...... 274
1000 kg nitrophoska á ha .......................... 218
1500 — — ................................ 232
Tilraunin sýnir, að 60 þús. kg af mykju verka hlutfallslega
miklu betur en 90 þús. kg, og kemur þar fram lögmálið um
minnkandi vaxtarauka, en húfjáráburðurinn hefur í heild
mikla yfirhurði yfir tilbúinn áburð. Það sést t. d„ að talsvert
vantar á, að 1500 kg af nitroj)hoska gefi jafnmikla upj)skeru
og 60 þús. kg af kúamykju. Og þegar tekið er lilllit til þess,
hvaða uppskeru 1000 kg gefa, þá verður auðsætt, að á móti
kúamykjunni (60 þús. kg) þarf um eða yfir 2500 kg af nitro-
phoska. Miðað við verðlág á tilbúnum áburði 1941, verður verð-
mæti kúamykjunnar samkvæmt þessu pr. 100 kg hátt á þriðju
krónu (brúttó) eða meira en tvöfalt á við það, sem hægt er
að reikna hana borna á tún. Er þetta í góðu samræini við það,
sem áður er sagt um notagildi búfjáráburðar í garða. Hin ein-
stöku ár var niðurstaða tilraunarinnar mjög misniunandi.
Árið 1939 var útkoman allt öðruvísi en meðaltalið sýnir.
Það ár var veðurfar óvenju hentugt öllum jarðargróðri, einkum
garðávöxtum. Þá gáfu 60 þús. Ivg af mykju meiri ujijiskeru en
90 þús. kg eða 60 þús. kg + 500 kg nitrophoska.
Víða mun mega telja það hentugt að nota í garða handa
kartöflum og rófum 60—80 þús. kg af búfjáráburði á ha
(60—80 kerruhlöss á dagsl.) og lil viðbótar 200—400 kg af
superfosfati og kalíáburði, hvoru um sig.
Fyrir kál dugir varla að hera minna á en um 120 þús. kg á
ha, ef búast skal við góðri uppskeru og húfjáráburður er not-
aður einvörðungu.