Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 115
Einhæfur og fjölhæfur áburður.
Eftir Ólaf Jónsson framkvæmdarstjóra.
Bændum og öðrum, sem jarðrækt stunda, er það nauð-
synlegt að vita nokkur skil á heíztu undirstöðuatriðum jarð-
yrkjunnar, en það mun sanni næst, að oft skorti inikið á,
að svo sé. íslenzkum bændum er yfirleitt fremur ósýnt um
jarðyrkjustörf og einkennilega tornæmir á flesta nýbreytni i
ræktun, þótt einföld og auðlærð sé. Af þessu leiðir margs
konar mistök og afurðatjón.
Að kunna sæmileg skil á tilbúnum áburði, belztu einkenn-
um hans og notagildi, virðist ekki svo flókið mál, að þess
megi ekki krefjast af bverjum meðalgreindum ræktunar-
manni. Þó vefst það svo fyrir allmörgum, að þeir gera sér
enga glögga grein fyrir mismuninum á köfnunarefnis- og fos-
fórsýruáburði og þaðan al' síður á eðlismisniun áburðarteg-
unda, sem tilheyra saina áburðarflokki, svo sem ammoníaks-
áburði, saltpétursáburði o. s. frv. Þess er þá varla að vænta,
að jiessir menn láti sig nokkru skipta mismunandi áburðar-
þörf jarðvegsins eða ræktunarjurta.
Afleiðingar þessarar gáfnatregðu liafa orðið þær, að allt of
langt hefur verið gengið á þeirri braut að gera notkun tilbúins
áburðar sem einfaldasta, og hefur það oft leitl til langvar-
andi, einbliða áburðarnotkunar eða óskynsamlegrar sóunar
á alliliða áburðartegundum. Innflutningsskýrslurnar sýna
þetta mjög greinilega.
Meðalinnflutningiir áburðar í 100 kg sekkjum:
Ár Salt- Nitro- Super- Hlutföll
pétur phoska fosfat Kali sup. : saltp. kali : sup.
1925—27 3906 »» 1891 152 1 : 2,1 1 : 25,7
1928—30 13893 5799 2044 273 1 : 6,8 1 : 50,9
1931—33 18297 9110 904 201 1 : 20,2 1 : 91,0
1934—36 12838 5553 1055 290 1 : 12,2 1 : 44,3
1937—39 21035 14352 1382 383 1 : 15,2 1 : 54,9
8