Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 116
114
BUFRÆÐINGURINN
Þessar tölur sýna það mjög greinilega, að við notum alveg
liverfandi lítið af hreinum fosfórsýru- og kalíáburði, ef við
getum fengið fjölhæfan áburð, og má segja í stórum dráttum,
að á undanförnum árum hafi sá aðkeypti áburður, sem við
höfum nolað, verið að % einhæfur köfnunarefnisáburður, en að
% alhliða nitrophoska. Við skulum nú reyna að gera okkur
nokkura grein fyrri því, hve hyggileg þessi áhurðarkau]) eru.
Kaup og notkun einhæfs köfnunarefnisáburðar eru aðeins
réttlætanleg, sé þessi áburður notaður með innlendum áburði,
sem leggur til nægilegt af fosfórsýru og kalí eða sé mikill
forði af fosfórsýru og kalí í jarðveginum.
Við notum þennan áburð fyrst og fremst sem ábæti með
húfjáráburði eða á land, sein búfjáráburður hefur áður verið
borinn á um alllangt skeið.
Þetta hefur lánazt nokkurn veginn, vegna þess að hæði
hirðing og notkun búfjáráburðarins hefur verið svo ófull-
komin hjá okkur, að venjulega hefur mjög mikill hluti köfn-
unarefnisins í búfjáráburðinum tapazt út i veður og vind.
Eftir því sem við náum betri tökum á hirðingu og notkun hú-
fjáráburðarins, má gera ráð fyrir, að mikill ábætir af köfn-
unarefni með búfjáráburðinum geti orðið hæpinn vinningur,
nema líka komi lil ábætir af öðrum jurtanærandi efnum, t. d.
fosfórsýru, en hún er í búfjáráburði af tiltölulega skornum
skammti. Og þótt í sumum gömlu túnunum hafi verið nokk-
ur forði af kalí og fosfórsýru, þá eyðist sá forði á nokkrum
árum, þegar nægilegt auðleyst köfnunarefni kemur til skjal-
anna, og er vafalaust þegar þorrinn mjög víða.
Við notkun sumra tegunda af innlendum áburði er þörf
ábætis af kalí- eða fosfórsýruáburði, en síður köfnunarefnis.
Þannig vantar kalí í slóg og annan fiskúrgang, en fosfórsýru
í hland og þang og þara.
Það er enginn vafi á því, að víða hér á landi, þar sem til-
búinn áburður hefur verið notaður um nokkurra ára skeið,
hefur verið gengið of langt í notkun einhliða köínunarefnis-
áburðar. Það heyrast ekki sjaldan raddir um það, að saltpétur-
inn í ár hafi verið miklu lakari en í fyrra. Venjulega er ástæð-
an sú, að notaður hefur verið einhliða köfnunarefnisáhurður
einu ári of lengi. í slikum tilfellum er köfnunarefnisáburður
ekki lengur einhlítur sem áburður eða ábætir, þar þarf líka að
bera á annaðhvort fosfórsýru eða kalíáburð eða hvort tveggja.