Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 121
B U F R Æ Ð I N G U R T N N
119
það sé hreint ekki auðvelt að vita, hvaða áburður og áburðar-
hlutföll séu viðeigandi í hverju tilfelli. Þetta er að vissu leyti
rétt. Fyrir ókunnugan kann það að vera örðugleikum bundið,
en fyrir alhugulan, gagnkunnugan mann á það að vera tiltölu-
lega auðvelt, ef hann veit nokkurn veginn glögg skil á áburði
þeim, sem bann notar, og þeirn jarðvegi og jurturn, sein hann
ræktar. Þannig hlýtur einhliða, staðbundin notkun hlands og
áburðar úr þangi og þara að leiða til fosfórsýruskorts, en
notkun slógáburðar hefur aftur í för með sér kalívöntun.
Mykja er tiltölulega auðug af köfnunarefni, en fremur fátæk
af steinefnum, einkum fosfórsýru. Við yfirbreiðslu notast
köfnunarefni mykjunnar þó svo illa, að ába'tis af köfnunar-
efni er oft þörf. Sé mykjan vel hirt og [tlægð niður, getur ann-
að orðið uppi á teningnum, t. d. í kartöflugörðum.
Af jarðveginum má nokkuð ráða um áburðarþörfina. Sand-
jörð er venjulega efnasnauð og geymir áburðinn illa. í leir-
jörð er oft mikið af steinefnanæringu, og áburður geymist
þar vel. í vel framræstum rotnandi mýrarjarðvegi er mikið af
köfnunarefni, en oft skortur á steinefnum.
Áburð arþörfin fer líka mjög éftir ræktunarjurtum. Jurtir,
sem eiga að gefa mikinn blaðvöxt, þurfa tiltölulega mikið
köfnunarefni. Kartöflur þurfa tiltölulega mikið af kalí. Jurtir,
sem eiga að mynda fræ, þurfa inikla fosfórsýru, en þola bins
vegar illa mikið köfnunarefni. Belgjurtir má ekki skorta fos-
fórsýru og kalí, en eru mikið sjálfbjarga, bvað köfnunarefni
áhrærir.
Að lokum má svo af útliti ræktunarjurtanna ráða nokkuð
um áburðarþörfina. Um ofvöxt á lcartöflugrasi befur þegar
verið rætt. Fosfórsýruskortur á túnum lýsir sér þannig, að
grösin verða lágvaxin, blaðrýr og óeðlilega dökkgræn á lit.
Skorti kalí, verða stönglar jurtanna grannir og læpulegir og
bættir til að leggjast fljótt út af. Á smára lýsir kalískorturinn
sér mjijg snemma sem ljósar dröfnur á blöðunum. Stundum
deyr blaðkjötið, og rifin standa nakin eftir.
Af þessu má sjá, að það er margt, sem gefið getur bendingar
um áburðarþörfina, ef þekkingu skortir eigi og athyglin er
vakandi, en til frekari tryggingar má með litlum kostnaði og
fyrirhöfn gera dálitlar áburðartilraunir, sem geta gefið full-
nægjandi bendingar um áburðarþörfina.
Jurtarækt er fjölþætt starf. Áburðarþörf jurtanna er aðeins