Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 123
Fjósin og hirðingin á kúnum.
Eftir Bjarna Bjarnason skólastjóra.
Til skamms tima þóttu fjósin óvirðulegustu húsakynni
heimilanna. Fjósaverkin voru einatt unnin vegna þess, að
ekki varð hjá þeim komizt, og heldur þótti auvirðileg at-
vinna að vera fjósamaður, enda jafnan valinn til slikra verka
Iélegasti vinnukrafturinn. Vandasöm þóttu fjósverltin ekki.
Einlægt voru þó til heimili, sem litu annan veg á þetta.
í sannleika sagt er engin gerbreyting á þessu enn. Kýr eru
víða óhreinar, þar til er þær fara úr hárum síðari hluta vetr-
ar. Mjólkurbúin og jarðræktarlögin knýja að vísu á með
þrifnaðarkröfur, búfróðum mönnum fjölgar, kunnátta vex og
víðsýni. Einkennilega seint miðar þó áfram, fjósin mjög víða
rök, köld og þröng og kúahirðarnir sóðar. Eg fullyrði, að
kúahirðingin á íslandi sé enn í svo mikilli ómynd, að telja
megi þjóðarskömm. Þetta hlýtur þó að taka bráðum hreyt-
ingum úr þessu, þar eð mjólkurvörur hafa vaxandi þýðingu
fyrir velmegun bændanna.
Eg lel, að íslenzkir bændur hafi leyst miklu erfiðari verk-
efni en það að byggja sæmileg fjós. Þó er sá vandi enn óleyst-
ur. Enn munu þau fjós, sem hlaðin eru úr grjóti og torfi,
með góðu þaki og nægri birtu, vera bezl. Tæplega mun enn
hafa tekizt að einangra svo þekjur og steinveggi, að ekki
slagi í frostum. Aðeins þau fjós má telja góð, sem eru þurr,
hlý og björt. Sé góður kúahirðir í slíkum fjósum, fer allt vel.
En til þess að kúahirðingin sé ágæt, þarf meira en venjuleg
góð fjós og góðan hirði. Góðir útveggir verða einlægt dýrir,
slíkt verður ekki umflúið. Ömurlegast er, þegar þeir eru
bæði dýrir og vondir, en það mun mjög títt. Hvort sem notuð
er trégrind með pappa og bárujárni yzt eða steypuveggir,
þarf þykkt lag af þurru torfi innan á veggina, vikursleypu
eða aðra góða einangrun. Mætti svo húða að innan með stein-
steypu og fága hana vel, einnig má klæða með hefluðum