Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 124
122
B U F R Æ Ð I N G U R I N N
borðum eða sléttu járni. Allar þessar gerðir er auðvelt að
hreinsa. Sperrur er bezt að klæða að innan, t. d. með þuml-
ungs borðum, þekja síðan með minnst þremur lögum af
þurru torfi, síðan koma langböndin, negld í klossa, og loks
járnið.
Stoðir, milligerðir, jötur á allL að smíða úr hefluðum viði.
Neðsta borðið i jötunum, fóðurgangs megin, er gott að hafa
ii hjörum, þá er auðveldara að Iireinsa jötuna vel við og við.
Fjósveggi er sjálfsagt að skúra oft, en allt fjósið á hverju
vori. Það eru sennilega tvö dagsverk að hvítskúra 20 kúa
fjós, sé gengið frá því að innan eins og ég hef Jýst.
Auk ytri byggingarinnar hefur básagerðin mesta þýðingu,
enda hafa margir sj)reytt sig á þeirri raun að smíða góða
bása. Bezt mun að sley])a fletina, sem ætlaðir eru fyrir bása,
og klæða þá með borðum. Þær tvær básagerðir, sem mesta
athygli hafa vakið hjá mér, eru:
1. færanlegar jötur og járnslá fyrir aftan hverja kú (upp-
götvun Hannesar Sigurðssonar í Vestmannaeyjum),
2. jötur ú hjörum (Konráð Guðmundsson á Efra-Seli í Hruna-
mannahreppi kom fyrstur með þá gerð í Árnessýslu).
Fyrrnefnda gerðin er afbragðs góð og tryggir fyllsta þrifn-
að. Gerðin er hentugri í litlum fjósum. Hannes þyrfti að
breyta dálítið lil fyrir stærri fjósin, það er mjög auðvelt og
honum ljóst. Ég efast varla um, að bændur þekki gerð
Hannesar, svo mikinn áhuga hefur hann sýnt og hugulsemi.
Hin síðarnefnda gerð er þannig, að sú hlið jötunnar, sem
snýr inn í básinn, er á hjörum og getur fallið inn i jötuna
eða haldizt uppi með snerli. Básinn getur því lengzt um vídd
jötunnar, sem venjulega mun vera um 50 cm. Með ])essu
móti er 145 cm langur bás (að jötu) nægur fyrir stærstu kýr,
básinn lengist um 50 cm, þegar hlerinn fellur, og kýrnar nota
sér þetta og leggjast vel í svona bás. Þverslá i hæfilegri hæð
hindrar hins vegar, að kýrnar komist lengra upp í básinn,
meðan þær standa. Sé nú flórinn allt að metra á breidd með
ofurlitlum halla l'rá básnum, má hirða kýr sæmilega, en full-
komið hreinlæti er ekki unnt að l'á, nema kýrnar séu látnar
standa aftast á bássteini alltaf, en aldrei aftur í flór. Þannig
er þetta lika í básum Hannesar Sigurðssonar. Að mestu leyti
má og koma þessu til leiðar með lausu hlerunum og fót-
bandi. Er þá spennt ól ofan eða neðan við lágklaufir. 1 ólinni