Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 129
B Ú F R Æ Ð I N G U R 1 N N
1 27
9. mynd. Þrír hestar fyrir slátliwcl.
ÞaS hefur alltaf þótt kostur á hestum, :>6 þeir væru vel
tamdir, og þyldr enn, hvort sem þeir eru notaðir lil dráttar
eða til reiðar. Hvað dráttarhestana snertir, er þetta því nauð-
synlegra, því fleiri hestum sem samtímis er beitt fyrir hvert
verkfæri.
Eins og áður er á minnzt, er það fyrst á síðustu áratugum,
að bændur byrja, að nokkru ráði, að nota hestaverkfæri. Og
enn þá gera þeir, að mínum dómi, allt of lítið að því að láta
hestana hjálpa sér við bústörfin. En eitt höfuðskilyrðið til
j)ess að auka þátt hestanna í jarðyrkju og annarri vinnu
sveitabúskaparins er, að þeir séu vel og rétt tamdir. Þau
hestaverkfæri, sem þegar hafa verið keypt til landbúnaðar-
ins, eru allt of verðmæt til þess að láta þau tiggja lítið notuð,
oft sakir þess, að engir hestar eru til, sem eru vanir og vel
tamdir í'yrir drátt. Mörg verðmæt heyvinnuvélin og mörg
kerran hefur oft farið fyrir lítið aftan í folum og illa tömd-
um hestuin. Algengast er þó, að svo kölluð „tamin“ hross
séu tekin lil dráttar, oft uppgjafareiðhestar og hestar, sem
liafa ekki þótt liðtækir til reiðar.
Ég ritaði smágrein í Búfræðinginn í fyrra um likams-
byggingu búí'jár. Þar var minnzt á eiginleika íslenzku hesl-
anna til dráttar. Ut í það skal því ekki farið hér. Eg geri þó
ráð fyrir, að flestir þeirra séu að einhverju leyti liðtækir til
dráttar og sumir geli orðið afbragðs dráttarhestar, sé þeim
sómi sýndur í uppeldinu og ekki eyðilagðir i tamningu. En