Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 130
128
BÚFRÆÐINGURINN
10. mvnd. Józkur hcstur (Aldrup Munkedal).
ég inótinæli alveg þeirri aðferð að temja þá hesta, sem á að
nota til dráttar, fyrst til reiðar. Enda mun sú tamningar-
aðferð hvergi vera þekkt nema hér á landi.
Enginn þarf að efast um þá nauðsyn bændanna að eiga
nothæfa dráttarhesta og kunna að nota þá fyrir þau verkfæri,
sem þeir hafa keypt fyrir ærna peninga. En góðir dráttar-
hestar geta, ef rétt er að farið, sparað bændunum dýrt og
stundum ófáanlegt vinnuafl manna og enn þá dýrara afl
hreyfla og véla.
Áður en ég drep á nokkur atriði viðvíkjandi tamningu
dráttarhesta, vil ég taka fram fimin grundvallarátriði:
1. Hesturinn, sem temja skal til dráttar, á lielzt að vera
þriggja til sex vetra.
2. Líkamsbygging hans sé þannig, að ástæða sé til að álíta
hann vel fallinn til dráttar, ]>. e. í stuttu máli, að liann
sé stór, með djúpan kropp og þykkan, hreiða bringu,
fremur slutt bak, langa, lireiða og vel vöðvafyllta lend,
stutta og gilda fætur, rétta fætur og gleitt á milli þeirra.
(Sjá myndir.)