Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 132
130
BÚFRÆÐINGURINN
svo að hvert barn getur farið með þá. En því aðeins er það
hægt, að strax í fyrstu tamningu sé beitt við þá mikilli lagni
og stakri þolinmæði. Hvergi á liið þjóðkunna máltæki betur
við en hér, „að þolininæði þrautir vinnur allar.“
Sumir hestar eru sjálftamdir, þ. e. a. s., að þeir eru óhrædd-
ir og beita sér tiltölulega fljótt fyrir ækið, jafnvel þótt
þungt sé.
Það mun ekki óalgengt hér á landi, að ungir, óvanir og oft
ógefnir hestar eru stórskemmdir í tamningu, stundum jafn-
vel eyðilegðir fyrir lifstíð, á ógætilegri notkun fyrstu dag-
ana, vikurnar og mánuðina, sem þeir eru teknir til notkunar.
Ef hesturinn er vel upp alinn, má vel fara að nota hann
lítils háttar fjögurra vetra gamlan, jafnvel þriggja vetra, ef
það er gert af skilningi á líkamsþreki hans og með fullkominni
gælni. En jafnvel þótt hestar okkar séu sómasamlega aldir
upp, má gera ráð fyrir, að þeir séu ekki fullharnaðir fyrr en
7 vetra gamlir. Það ber því alveg skilyrðislaust að haga
notkun þeirra eflir því. — Fyrstu dagana, sem hesturinn er
notaður til dráttar, ætti aldrei að nola hann nema fáa tíma
á dag. Þó fer það vitanlega allmikið eftir því, hversu drátt-
urinn er þungur. Ef um plægingu er að ræða eða herfingu í
þungfæru flagi, er nóg að ætla óvaningnum tveggja til fjögurra
tíma vinnu. Fjögurra og fimm vetra gamla fola ætti aldrei
að nota meira en hálfan dag í einu. Og ef hestarnir eru ekki
tamdir fyrr en sex vetra gamlir, verður að gæta söniu var-
iiðar við þá. Ungi hesturinn er jafnan örari lil átaka en sá
gamli. Enn fremur stælist líkami dráttarhestanria smátt og
smátt við vinnuna, og ineð æfingu læra hestarnir að beita sér
hetur í aktygin og vinna sér um leið léttara.
Það er vitanlega hægt að ofgera fullorðnum hestum, og því
iniður er það ol't gert hér á landi. Bæði er þeim iðulega beitt
fyrir allt of þungt æki, t. d. plóg í seigri mýri, þung æki upp
bratta o. s. frv. En óvaningnum er þó iniklu hættara að ol'-
reynast við slík tækifæri.
Dráttarhesta má venja við ýmis orð og hljóð og fá þá lil að
hlýða þeim, t. d. fram, hak, snú, kgrr o. s. frv. Ef til vill væri
gagnlegt að búa til slíkt „hestamál", sem væri notað um allt
land.
Því miður er það svo, að margir íslendingar kunna ekki
að beizla hest rétt, þvi síður að leggja á aktygi og stilla verk-