Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 133
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
131
11. mynd. Rciðheslur. 12. mynd. Dráltarhcslur.
færin, sem notuð eru. En þeir, sem fást við tamningu drátt-
arhesta, verða ekki aðeins að kunna þessi atriði til hlítar,
heldur verða þeir einnig að vera gæddir Iagni og lipurð, en
þó festu i allri umgengni við hestana, enn fremur að hafa
fullt vald yfir skapsmunum sínum og síðast en ekki sízl að
hafa þolinmæði í ríkum mæli.
Notkun dráttarhesta við bústörfin þarf að aukast, verða
hæði meiri og almennari. Til þess þurfum við að leggja meiri
rækt við kynbæturnar. Við þurfum að vinna stefnufastara að
ræktun hestanna en hingað til hefur verið gert. Við þurf-
um að velja úr þá einstaklinga til undaneldis, sem hafa flesta
kosti dráttarhestanna sameinaða bæði að ytra úllili og erfða-
eðli. Við þurfum að ala hestana okkar betur upp, fóðra drátt-
arhestana betur, sérstaklega þegar unnið er með þeim, þá
verður að gefa þeim kjarnfóður með heyinu. En umfram allt
þurfum við að temja Jiá betur, umgangast J)á og nota J)á af
meiri skilningi en mörgum hættir nú til að gera.
íslenzkir bændur hafa ekki, fremur en bændur annarra
þjóða yfirleitt, efni á |)ví að nota hreyfilafl við jarðrækt, hey-
slcap og önnur bústörf. Bændur hér hafa ekki heldur efni á
því að eiga lélega hesta í tugatali, illa tamda og ótamda og
ónothæfa til vinnu. Þeir þurfa einmitl nú að koma sér upp kyn-
góðum dráttarhestum, vel uppöldum, vel fóðruðum og vel
tömdum og nota J)á mikið við bústörl'in. Þá fyrst verður
íslenzki hesturinn í raun og sannleika þarfur þjónn bóndans.