Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 134
Gróðurhúsið mitt.
í 6. árgangi Búfræðingsins er sagt nokkuð frá byggingu
kennarabústaðanna á Hvanneyri sumarið 1938. Meðal annars
er sagt frá litlu gróðurhúsi, er var reist við bústað undir-
ritaðs. Gróðurhús þetta er 8,3 X 2 m að stærð og liggur með-
fram suðurhlið liússins. Grunnur þess er steyptur um 50
cm upp fyrir yfirborð jarðvegsins. Á suðurhlið tekur svo við
00 cm hár glerveggur. Þakið er úr gleri, og fer það hækkandi
upp að hlið hússins, svo að gróðurhúsið er þar rúmir 2 m að
hæð (hálfris). Þvert yfir húsið í miðju er skilveggur úr gleri.
í innra helmingi þess er tvöföld röð af hitavatnspípum, 2
þumlunga víðum, en í fremri hluta þess er aðeins ein röð af
þeim. Eru pípur þessar í sambandi við miðstöð hússins og
því hægt að hita með henni gróðurhúsið.
Gróðurhús þetta hefur reynzt mér mjög vel. Fyrst notaði
ég það sumarið 1939. Fékk ég þá úr því ágæta uppslteru,
enda var sumarið mjög heitt og gott og nokkuð kynt, þegar
kaldast var. Sumarið 1940 og 1941 hel'ur gróðurhúsið næst-
um ekkert verið hitað upp, aðeins í nokkur skipti, þegar allra
kaldast var, enda hefur uppskeran verið mun minni. En
eldsneytið hefur verið svo dýrt, að ekki svarar kostnaði að
nota það nema lítið.
Ég hef notað gróðurhúsið á eftirfarandi hátt:
Síðast í apríl hef ég keypt tómatplöntur og gróðursetl í
innra helming hússins (um 50 plöntur). Öll árin hef ég l’engið
talsverða uppskeru af þeim, mesta 1939. Hef ég notaö all-
mikið af þeim til heimilis og selt fyrir 100—200 kr. árlega,
en nokkuð af því hefur verið úr fremra helmingi hússins.
í þann hluta hef ég á sama tíma sáð til blómkáls, hvítkáls
og rauðkáls. Hef ég sáð i kassa og látið þá lit í gróðurhúsið.
Hefur mér reynzt það hetur en að sá fræinu beint i gróður-
lnisið. Eftir b. u. b. 3 vikur er kálið umplantað og sett í aðra
kassa ineð nál. 5 cm millibili, og eru þeir kassar einnig hafðir
í gróðurhúsinu, þar til að úr þeim er plantað (eftir nálega