Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 135
BÚFRÆÐINGURJNN
133
13. mynd. Kcnnarabúsiaður á Huanneyri.
3 vikur) út á bersvæði fyrst í júní. Síðastliðið vor hafði ég
þarna um 1000 kálplöntur. Auk þess lét ég kartöflur spíra í
gróðurliúsinu, bæði á sama hátt og venja er til með því að
raða þeim í kassa og einnig með því að gróðursetja þær i
mold. Snennna i júní, eftir að búið var að setja út kartöflurn-
ar og kálið, gróðursetti ég tómatplöntur og agúrkuplöntur i
fremri hluta gróðurhússins og fékk nokkra uppskeru af
hvoru tveggja. Haustið 1940 setti ég allmikið af hvitkáli,
sem liafði ekki náð fullum þroska, inn í gróðurhúsið og
gróðursetti þar. Hélt það þar nokkuð áfram að vaxa og hélzt
óskemmt fram að jólum.
Á þessari stuttu lýsingu af notkun gróðurhússins er Ijóst,
að not þess hafa verið mikil og margvísleg, og hefur það
reynzt enn betur en ég þorði að gera mér i hugarlund, eink-
um þegar þess er gætt, að það hefur næstum ekkert verið
liitað upp nema fyrsta árið (1939), og þá þurfli þess sizt
með. Ég get því óhikað ráðið öllum þeim, er reisa nýjar
byggingar, til að gera í sambandi við þær litla gróðrar-
skála. Það kostar ekki mikið, miðað við húsverð, og fyrir
garðrækt hvers heimilis eru þeir til hins mesta gagns auk
þeirrar ánægju, sem það hefur í för með sér að hugsa urn
ræktunina í þeim.
Guðm. Jónsson