Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 136
Er þörf fyrir fleiri bændaskóla?
Aðsókn að íslenzkum bændaskólum hefur verið allmiklum
breytingum báð. Stundum hefur hún verið svo lítil, að ýinsir
hafa örvænt um framtíð þeirra. Á öðrum tímum hefur orðið
að neita fleirum en hægt var að taka á móti, en því miður
iiggja engar skýrslur fyrir um það frá fyrri árum, hversu
mörgum hefur verið neitað um skólavist.
Þegar aðsókn að bændaskólunum er mikil, kemur eðlilega
fram spurningin um það, hvort ekki sé sjálfsagt að koma á
fót fleiri stofnunum, er annist lninaðarfræðslu. Og einmitt
á allra síðustu árum hefur allmikið verið um þetta rætt, því
að í seinni tíð hefur aðsókn að bændaskólunum verið mikil.
Menn tala um nýja hændaskóla, búfræðikennslu við alþýðu-
skólana, stutt húnaðarnámskeið við bændaskólana o. s. frv.
í samhandi við þessar umræður vildi ég leyfa mér að henda á
tvö atriði:
1. Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri útskrifa um (50
búfróða menn á ári. Gera má ráð fyrir, að árlegt viðhald
hændastéttarinnar sé eitthvað yt'ir 200, ef lil vill 250. Ef
allir búfræðingar yrðu bændur, væri þó ekki nema fjórði
hver bóndi búfræðingur eða 25%. í nágrannalöndum okkar
er þessi hlutfallstala víðast 15—25%, og í öðrum Evrópu-
löndum mun hún ekki vera hærri. Við erum því meðal þeirra
þjóða, sem árlega útskrifa flesta búfræðinga í hlutfalli við
tölu bænda i landinu.
2. Ýmsir gera of mikið úr aðsókn að bændaskólunum og
telja, að yfirleitt sé vísað frá þeiin eins mörgum nemend-
um eða fleiri en inn eru teknir. Þetta er að vísu rétt einstölc
ár, en það er ekki venjulegt og á því alls ekki við, þegar
tekið er meðaltal fleiri ára. Ég hef haft tækifæri til að at-
liuga umsóknir bændaskólanna beggja síðastliðin 5 ár, 1937
—1941, og hef ég komizt að eftirfarandi niðurstöðu:
Umsóknir og skjalfestar fyrirspurnir eru alls 484. Þar af
er 51 umsókn frá nemendum, sem hafa sótt oftar en einu