Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 137
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
135
sinni um sama skóla, og ber því að draga það frá, þegar um
það er rætt, hversu mörgum mönnum raunverulega þarf
að visa frá námi. Auk þess hafa 14 með næguin fyrirvara
iilkynnt, að þeir tækju umsókn sína aftur, og 14 sótt um báða
skólana. Endurteknar eða al’turkallaðar umsóknir eru því
alls 79. Raunverulega hafa þvi 405 menn (484 -f- 79) sótt
um hændaskólana þessi 5 ár, eða 81 að meðaltali á ári. Þessi
ár hafa verið teknir í skólana að íneðaltali 57 nemendur á
ári, 31 á Hvanneyri og 26 á Hólum. Er þó þess að geta, að
fyrsta árið af þessum finnn, 1937, var Hólaskóli ekki full-
skipaður, og það ár gat Hvanneyrarskólinn ekki tekið á móti
nema 50 nemendum alls, því að þá höfðu kennarabústað-
irnir ekki verið reistir. Þeir voru reistir 1938, og við það
rýmkaðist allmikið í skólanum, svo að eftir það tekur hann
60 nemendur alls. Gera iná því ráð fyrir, að bændaskólarnir
háðir geti árlega tekið á móti 60 nemendum, enda eru sumir
nemendur aðeins einn vetur í skólunum.
Samkvæmt l'ramanskráðu hefur umsókn um skólana verið
5 undanfarin ár 81 nemandi á ári, og er þar innifalið fyrir-
spurnir, sem skrásettar hafa verið, og nokkrar heldur vafa-
samar umsóknir. En skólarnir geta tekið á móti um 60
nemendum á ári eða 3 nemendum af hverjum 4, sem sækja.
Þelta sýnir, að aðsókn að bændaskólunum er ekki eins mikil
og margir telja og virðist í fljótu bragði, vegna þess að sumir
sækja tvisvar eða þrisvar um skólavist í öðrum skólanum
eða báðum.
Þegar athugaðar eru þessar staðreyndir urn aðsókn að
bændaskólunum og hins vegar það, að aðsókn þessi gengur
mjög í bylgjum og að við gétum frá Hvanneyri og Hólum
útskrifað eins marga búfræðinga hlutfallslega og flest gerist
meðal nágrannaþjóða okkar, þá virðist mér hæpið að leggja
mikið kapp á það að reisa fleiri bændaskóla í viðbót að svo
stöddu. Enginn getur sagt um, hvernig aðsóknin muni verða
í fraintíðinni. Ég tel þó ekki miklar líkur til þess, að hún
aukist að mun frá því, sem nú er, og reynsla undanfarandi
áratuga bendir lil þess, að hún geti minnkað. Likur cru og
lil þess, að á næstu árum muni verða reistir kennarabú-
staðir á Hólum. Losnar þá allmikið rúm i skólahúsinu, sem
hægl mun að talca fyrir nemendur. Tel ég þá líklegt, að
bændaskólarnir báðir gætu árlega tekið á móti um 70 nem-