Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 138
136
BÚFRÆÐINGURI N N
endum. Virðist þá þörfin fyrir þriðja búnaðarskólann ekki
mikil, þótt aðsóknin væri eins og hún er nú. En verði slíkur
skóli reistur, tel ég alla sanngirni mæla með því, að hann
yrði settur á Austurlandi eða Vestfjörðum, en ekki á Suður-
landi. Þeir landshlutar hafa að sumu leyti sérkennilega bú-
skaparhætti og aðstöðu. Og hins vegar var Hvanneyxá upp-
haflega valinn skólastaður fyrir Suðurland og Hólar fyrir
Norðurland. Á Hvanneyri eru á margan hátt lík skilyrði og
á Suðurlandi, t. d. um veðráttufar, markaðsskilyrði, hú-
skapai-hætti og landkosti (t. d. engjar). Það virðist því engin
sérstök ástæða til þess að hafa tvo búnaðarskóla á suður-
hluta landsins, en engan á auslurhluta þess eða Vestfjörðum.
Þess má geta, að ef horfið verður að því ráði að bæta einum
vetri við í öðrum bændaskólanum, og það teldi ég hina inestu
þörf, þá skapast um leið aukin þörf fyrir nýjan hændaskóla,
en um það verður ekki rætt frekar að sinni.
Ekki má skilja orð min svo, að ég sé á móti fleiri húnaðar-
skóluin, ef reynslan sýnir, að þeirra sé þörf. En stofnun slíkra
skóla er dýr fyrir þjóðfélagið, ef aðsókn að þeim er lítil,
svo að þeir þurfi árum saman að standa hálftómir.
Tillögur hafa komið fram í þá átt að koma á búnaðarnámi
við alþýðuskólana. Gott gæti verið, að þar væru haldnir fyrir-
lestrar um búnað i því skyni að auka áhuga nemendanna
fyrir honum og binda þá fastari böndum við sveitirnar, en
eiginlegt búnaðarnám tel ég, að varla komi til mála í því
sambandi. Hitt gæti frekar komið til greina, að stofnað yrði
til samvinnu milli lninaðarskóla og alþýðuskóla, a. m. k.
þegar svo stendur á, að þeir fyrrnefndu eru fullskipaðir, en
jiá síðarnefndu vantar nemendur. Mætti hugsa sér þá sam-
vinnu þannig, að t. d. í einuin alþýðuskólanna væri tekin upp
kennsla, sem svarar til yngri deildar hændaskólanna, og það-
an færu nemendurnir beint í eldri deild þeirra.
Búnaðarfræðslan verður ekki rædd hér frekar að sinni,
cn Búfræðingurinn vill gjarnan taka þátt í umræðum um
það mál.
Guðm. Jónsson