Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 140
B Ú F R /1-: Ð I N G U R I N N
138
Ég vil nú spyrja: „Er ekki rétt að leggja slund á fjölbreytt-
ari ræktun, — kanna nýjar leiðir í jarðrækt og styðja þær, er
þegar eru hafnar, svo sem kornrækt, frærækt o. fl.?“
Eg vil fyrst og fremst svara þessum spurningum játandi
og vil í stuttu máli gera grein fyrir þeirri nýbreytni, sem ég
álít alveg sjálfsagða í verklegu námi búnaðaskólanna.
Ég álít sérstaklega nauðsynlegt, 1) að hafin verði kornrækt
í stórum stíl; 2) að frærækt verði hafin, sömuleiðis í stóruin
stíl; 3) að tilraunir verði gerðar með ýmsar aðrar nytja-
plöntur, svo sem hör, baunir o. l'l. o. f 1.; 4) að jurtakynbóta-
starf verði haft með höndum.
Viðvíkjandi fyrsta alriðinu vil ég segja þetta: Kornræld er
áreiðanlega eill af stærstu málefnum, er leiðandi niönnum á
sviði búnaðarins ber að beita sér fyrir, því að störf Klemenzar
á Sámsstöðum, Ólafs Jónssonar á Akureyri o. 11. á þessu sviði
hafa algerlega hrakið þær skoðanir, að kornrækt gæti ekki átt
framtíð hér á landi. Reynslan hefur sýnt, að í flestum árum
næst góður árangur, ef rélt er að farið. Bændaslcólarnir eiga
þess vegna að kenna bændaefnum hagnýta kornyrkju. Með
því einu, að skólabúin reki kornyrkju í stóruin stíl, fá nem-
endur áhuga á henni og geta lært liana. Það dugar ekki að
nota eina til tvær dagsláttur til kornyrkju. Það þarf að hafa
marga hektara.
Með því að hafa mikið land undir plóg l'á nemendur meiri
æfingu í jarðvinnslu. En það mun hafa borið á því í seinni
tíð, að erfitt er að veita öllum þessum fjölda nemenda veru-
lega æfingu, l. d. í plægingu. Það, sem einkum stendur lit-
breiðslu kornyrkjunnar fyrir þrifum, er ókunnugleiki Islend-
inga á öllum störfum, sem að ræktuninni lúta. Frá bænda-
skólunum myndu árlega koma uin 50 nemendur, sem kynnu
allgóð skil á kornrækt og gætu sjálfir hafizt handa, ef ástæður
leyfðu, eða leiðbeint öðrum.
Fræræktin er annað atriði, sem efla verður í náinni framtíð,
ef við eigum að geta talizt með inenningarþjóðum í búnaði.
Fræræktinni hefur verið og er mjög lílill gauinur gefinn, enda
er hún allvandasöm og krefur nákvæmni í hvívetna. Ágætur
árangur næst ])ó í flestum árum með allar algengustu gras-
tegundir okkar, svo sein túnvingul, hávingul, sveifgras, liá-
liðagras, snarrótarpunt o. fI., auk þess er l'ræ af gulrófum t.
d. auðræktað. Tilraunaslöðin á Sámsstöðum mun vera einasti