Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 152
Umferðakennsla í framræslu.
Á tímum þeim, er nú standa yfir, hljóta búnaðarfram-
kvæmdir bænda að verða meira einhliða en venja er til. Bygg-
ingarefni er Htt fáanlegt og erfiðleikar á útvegun grasfræs
og tilbúins áburðar, og aulc þess kostar þetta mikið fé.
Þetta má þó ekki draga úr bændum með það að gera jörð-
um sínum eitthvað til góða. í fyrsta lagi er það vegna þess,
að margir þeirra hafa nú talsverð peningaráð og ekki er lík-
legt, að peningum sé öllu betur varið á annan hátt en að
leggja þá í haganlegar og varanlegar umbætur á sveitabýl-
um. Og í öðru lagi er það hrein afturför, ef ekkert er gert,
því að eldri umbætur ganga stöðugt úr sér, og þarf þvi alltaf
að hafa á takteinum nýjar umbætur, svo að jörðinni sé
haldið við.
Svo virðist sem margir séu sammála um það, að einmitt
nú sé hentugt að leggja nokkra peninga í framræslu á þeim
jörðum, þar sem tún eru of raldend, eða til þess að búa í
haginn fyrir framtíðina. Þar, sem völ er á sæmilega góðum
vinnukrafti og framræslu er þörf, ætti hún vafalaust að ganga
á undan flestum öðrum jarðabótum. Uppþurrkun landsins
er frumskilyrði fyrir því, að áburður og aðrar ræktunar-
aðgerðir koini að fullum notum, en þó því aðeins, að fram-
ræslan sc vcl gerð og á rcitan hátt.
Víða hér á landi hagar svo til, að bændur hafa hvorki
vinnuafl né kunnáttu til framræslu, þótt þeir vildu fúsir
leggja fé af mörkum til þeirra hluta. Væri þá hin mesta þörf
á því, að búnaðarfélög eða búnaðarsambönd létu þetta mál
til sín taka, útveguðu bændum kunnáttumenn til framræslu,
er ferðuðust um milli þeirra og ynnu að því að grafa skurði
og lokræsi. Jafnframt væri nauðsyn á því, að bændur legðu
fram nokkurn vinnukraft sjálfir, bæði til þess að læra störf-
in af umferðamanninum og til þess að sem mest yrði úr
framkvæmdum.
Sumarið 1941 hóf Búnaðarsamband Dala- og Snæfellsness