Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 157
Smávegis.
Moldarspírun kartaflna.
Siðaslliðið vor gerði ég ofurlitla tilraun með að láta kart-
öflur spíra í mold. Spírunin var Iátin fara fram í gróðurhúsi
því, sem lýst er á öðrum stað hér i ritinu. Saman við moldina
í því hafði verið blandað allmiklu af hrossataði. Kartöflurnar
voru settar með nál. 5 cm millibili og rétt huldar moldu. Eftir
nál. hálfan mánuð var kominn upp allgildur stöngull með blöð-
uin á hverri kartöflu, og rætur voru víðtækar og mikið greindar.
Voru nú kartöflurnar teknar upp með rótum og gróðursettar
úti í garði. Framfarir þeirra voru mjög góðar, og var byrjað að
taka þær upp löng áður en aðrar kartöflur voru til þess hæfar.
Aðferð þessi er vinnufrekari en venjuleg niðursetning kart-
aflna, og víðast hvar er ekki hægt að framkvæma hana nema
í smáum stíl, en mjög er það æskilegt að geta árlega sett
nokkrar kartöflur þannig til moldarspírunar á hverjum bæ,
svo að unnl sé að byrja fyrr en ella að taka kartöflur upp til
matar á' sumrin. Tiltölulega mestur hagnaður að þessu er í
slæmum sumrum, en ávallt nokkur.
Á Sámsstöðum vor.u gerðar tilraunir með moldarspírun sum-
arið 1939. Uppskeran af moldarspíruðum kartöflum var 55
tunnum meiri en eftir venjulega spírun, miðað við ha, smælki
var minna og sterkjumagn heldur meira.
Vatnsleiðslur á sveitabæjum.
Sumarið 1938 gerði undirritaður, að fyrirlagi Búnaðarsam-
bands Dala- og Snæfellsness, athuganir á vatnsbólum á sam-
bandssvæðinu. Athugunin fór fram á 383 bæjum, og var aðal-
niðurstaðan þessi:
Sjálfrennandi vatn var í íbúðarhús á 145 bæjum (38%), en
ekki sjálfrennandi á 238 bæjum ((>2%). í Dalasýslu er sjálf-
rennandi vatn algengara en á Snæfellsnesi (59 og 26%). AI-
gengustu vatnshólin voru brunnar, á 250 bæjum (65%). Ár
og lækir var notað á 123 bæjum (32%) og önnur vatnsból á
10 bæjum (3%). Jónsson.