Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 161
BÚFRÆÐINGURINN
15»
2. Mismunandi sáðmagn.
Sáðmagnstilraunir með 6 rd. bygg (dönnes) hafa verið gerð-
ar frá 1929 til 1938, eða í 10 suniur.
Meðaltalsárangur hefur orðið þannig:
Kg korn Kg hálmur
af ha af ha
u r. 1 125 kg bygg útsæði á ha . . . . 1994 4998
— 2 150 — — — .... 1990 5159
— 3 175 — — — .... 2119 5340
— 4 200 — — — . . . . 2234 5147
— 5 225 — — — . .. . 2159 5482
— 6 250 — — — . .. . 2108 5593
Aðalárangur þessarar tilraunar er sá, að vel má komast af
með 125—150 kg af góðu útsæði á ha, og ekki er nauðsgn-
legt að nota gfir 200 kg. Við tilraunirnar hefur korninu alltaf
verið breiðsáð, og ætti því árangur þeirra að eiga við þá sáð-
aðferð, sem fleslir verða að nota við framkvæmd kornyrkju.
ð. Sáðaðferðin.
Frá 1930 til 36, eða i 7 suinur, hal'a verið gerðar tilraunir
með 3 sáðaðfer'ðir: breiðsáningu, raðsáningu með vél og breið-
sáningu á nál. 10—15 cm háa kamba. Korntegundin var isl.
dönnesbygg. Meðaltalsárangur i Jiessi 7 sumur hefur orðið
eftirfarandi:
Kg korn af ha Kg hálmur af ha
1. Breiðsáð ........... 2303 5125
2. Raðsáð ............. 2451 5374
3. Sáð á kamba ........ 218G 5210
Breiðsáning hefur að jafnaði reynzt ágællega, þó að raðsán-
ing sé heldur betri sáðaðferð. Að sá á kamba hefur reynzt verst
og er fyrirhafnarmesta aðlerðin. Ivornþyngd og grómagn
hefur verið jafnt við allar 3 sáðaðferðirnar. tíreiðsáning og
hæfilega djúp lierfing með diskherfi gefur litið eftir raðsán-
ingu með vél.
•L Sáiðdýpt.
Frá 1933 til 1936, eða i 4 sumur, hafa verið gerðar tilraunir
með þrenns konar sáðdýpi fyrir hygg: 1—2 cm, 2—4 cm og
4—6 cm. Meðaltalsárangur hefur orðið þessi: