Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 165
BÚFRÆÐINGURINN
1(5:5
2. Um sáðtíma grasfræs.
Siðan 19.'54 hafa verið gerðar allvíðtækar tilraunir með sáð-
tima á grasfræi til túnræktar. Þessar tilraunir hafa verið gerð-
ar með venjulega fræblöndu og grasfræblöndu með 50% hvít-
sinára, sáðmagn 30 kg á ha og grasfræinu sáð án skjólsáðs.
Hér verður skýrt frá þremur tilraunum, tveimur með venju-
lega fræhlöndu og einni með smárablöndu:
Fyrsta tilraunin var gerð 1934 á vel forræktaðri mýrar-
jörð. Árlegur áburður á alla sáðtímareitina var 356 kg af tún-
nitrophoska á ha. Eftirfarandi tölur sýna uppskeru í hey-
hestum af ha (2 slættir):
Ár 14. mai 24. maí 5. júni 19. júni 30. júni 14. júli
1935 . . . 129 129 119 130 109 98
1936 . . . 103 97 85 . 91 89 100
1937 . 83 83 87 82 82 80
Eftir þessari tilraun virðist muna litlu að sá frá 14. maí lil
30. júni, en svo fer að halla undan fæti, því að tilraunir, sem
gerðar voru með sáningu grasfræs allt sumarið og fram í októ-
ber, gáfu slæman árangur. Allmikið veltur á, hvernig tiðin er
næstu 2—3 vikurnar eftir sáningu. í þessari tilraun var hag-
stæðasta líðin fyrir spirun fræsins 19.—30. júní, og bera upp-
skerutölurnar þess vitni, þar sem sáðtími 19. júní gefur 1935
rúmlega eins mikla uppskeru og 2 fyrstu sáðtíðirnar. Áhrifin
af að sá missnemma virðast horfin á 3. ári.
Eftir þessari tilraun virðist, að hagfelldasti sáðtími ftjrir
grasfræ á framræstu mýrlendi sé frá 1A. maí til 30. ji'iní. Þess
skal og gelið, að vottur var af hvítsmárafræi í fræblöndu
þeirri, sem noluð var i tilraunina (um 2%). Við athugun á
gróðurfarinu kom í ljós, að hvítsmárinn var nokkur í þeim
reitum, sem sáð var í 14. maí, en hinum ekki, og liel'ur hann
siðan farið vaxandi. Bendir þetta og til þess, að nauðsynlegt
sé að sá hvítsmárafræi snemma vors, svo að hann geli haldizt í
túninu eftirleiðis, en síðari tilraunir hafa einmitt staðfest
þetta, og mun verða minnzt á það í sambandi við aðrar sáð-
tímatilraunir með grasfræ.
Vorið 1938 var hyrjað á nýjum sáðtímatilraunum með gras-
fræ og reyndar tvenns konar fræblöndur, venjuleg fræblanda
með 2% hvítsmára og smárablanda, þar sem helmingur fræs-