Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 167
Raddir.
(Flestar frá árinu 1941.)
Lárus Alexandersson, Ytri-Fagradal i Dalasijsln, skrifar á
þessa leið:
„Eg sendi þér nú, samkvæmt tilmælum þínum í sumar,
nokkrar línur um geijmslu kartaflna hjá mér. Kartöflu-
geymslan er í torfhúsi. Bý ég til stíu innst í öðru horni þess.
Eru veggir hússins á tvo kanta hennar, en hinir tveir eru
gerðir úr borðum. Botn stíunnar er moldargólf, en upp' með
borðunum læt ég þurrt torf, jafnóðuin og ég læt garðávexti
í geyinsluna.
Eg hef tekið upp karöflurnar í þurru veðri eða hellirign-
ingu og lálið þær beint í stíuna, þótt þær liafi verið blautar
og moldugar. Hefur aldrei borið á skemmd í kartöflunum,
síðan ég tók upp á þessari aðferð. Eftir því sem moldin er
meiri á kartöflunum, eftir því virðist mér hýði þeirra þykkna
minna og mjög lítið sainan borið við það, sem verður á þurrk-
uðum kartöflum. Seinni hluta vetrar bef ég tekið úlsæði úr
þessari geymslu. Eru kartöflurnar þá orðnar svo þurrar,
að ekkert ber á mold á þeim. Eru þær þá sem þurrkaðar
væru.
Eg læt stíuna standa óbyrgða að ofan, þar til að kólnar svo
í veðri, að hætta sé á, að kartöflurnar skemmist af frosti. Þá
þek ég yfir með þurru torfi og læt moð ofan á og utan með
borðunum, ef langvarandi frost ganga, því að kofinn er í alla
staði ómerkilegur, með timburþil að frainan, sem leiðir vel
kulda.
Svona hef ég geymt kartöflur siðan 1929. Hafði þá sæmi-
lega uppskeru á mína visu, en varð seint fyrir með upptöku
og varð því að setja kartöflurnar strax í geymsluna án
þurrkunar. En þetta lánaðist prýðilega og ætíð siðan, og hef
ég liugsað mér að hafa þessa geymsluaðferð framvegis, meðan
ég þekki ekki annað betra.“