Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 170
1(58
BÚFRÆÐINGURI N N
En Búfræðingurinn er þakklátur fyrir smáhugvekjur frá
bændum eða öðrum um einstök atriði þessa jnáls.
Guðmundur licrgmnnn, Öxl í A.-Húndvatnssýslu skrifar:
„Ég vil leyfa mér að skýra Búfi'æðingnum frá eftirfarandi
aðferð um meðferð hcyja i tóttum og fúlgum. Hef cg notað
hana i nokkur ár og gefizt vel. Skilin er eftir að sumri lil all-
breið geil i öðrum enda tóttarinnar. Frá tóttarveggnuin og
yfir á heyið er lögð löng og sterk spýta og grafið nokkuð
fyrir henni, svo að hún rísi ekki of hátt. Síðan er reft af
henni á veggina lil beggja hliða og þakið jneð tvöföldu torfi.
Oðrum megin á þakinu er hleri. Sé nú fúlga við tóttina, er
sneitt af henni með heyhníf og borið inn í geilina, þar til að
hún er full. Þegar þessu heyi hefur verið eytt, er borið inn
á nýjan leik o. s. frv. Þetta er fljótlegt, og geilin verkar þannig
eins og hlaða. Einnig má sneiða nokkuð af heyendanum og
fella inn i geilina, meðan langii spýtan hrekkur til.“
Úr bréfi frá Jóni Hrólfssyni frá Hallbjarnarstöðum i Skriff-
dal, S.-Múlasýslu:
„Af öðrum fréttum er það markverðast, að vindknúnar
rafstöðvar breiðast hér óðum út. Reynast þær svo vel, að ég
hygg, að öllum, sem reynt hafa, beri saman um, iið það séu
framtiðar Ijósatæki, a. m. k. fyrir smærri heimili. Við sett-
uin eina slíka stöð upp í haust hér í Reynihaga og á Hall-
bjarnarstöðum (6 volta), og fagnaði ég nijög þeirri breytingu.
Eg tel, að þetta sé ekki umfangsmeira fyrirtæki en svo, að
hver bóndi sé þess vel megnugur að útrýma með þeim hálf-
rökkri heimilis síns. En þá er eftir baráttan við kuldann.
Ég hef nú sannfærzt um það, að á honum er auðráðin bót,
því að í vetur höfum við verið að setja upp miðstöðvar bæði
hér í Reynihaga og á Hallbjarnarstöðum. Við höfum smíðað
kyndarana sjálfir, en það eru þeir, sem hafa vaxið mörgum
í augum við að koma upp miðstöðvum á heimilum sinum.
Við smíðuðum þá úr þremur „elementum" (5 leggja með því
að tengja þau þannig saman með venjulegum vatnsleiðslu-
rörum, að á milli þeirra myndist eldholið. Síðan steyptum
við utan um þetta þunnt lag af sterkri steinsteypu og settum
þar utan yfir slétt járn bæði til Jjess, að miðstöðin fari betur
í herbergi og að auðveldara sé að ganga frá hurðum fyrir