Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 172
170
B Ú F R Æ » I N G U R I N N
einnig bönd fram í hemilinn. Eru þau lögð í kross yfir galt-
ann. í nefndan hemil er nú festur 2—3 hesta hemill eftir
þvi, hve marga hesta skal nota. Við þessa aðferð sparast
vinna við að taka heyið úr sætunum og láta ])að á sleða, eins
og margir gera. Það er og þéttara saman og hægára að bera
það inn i hlöðu eða tótt. Og það er þyngra fyrir hestana að
draga lieyið á meiðasleða en á þennan hátt.“
Ingimundur Ingimundarson á Svanshóli í Strandasýslu
skrifar sem hér segir:
„Sumarið 1940 gerði ég samanburð á 19 afbrigðum af
kartöflum, og sáð var tvisvar, með 8 daga millibili. í fyrri
flokknum reyndust þrjú afbrigðin bezt: Up to date, rauð ís-
lenzk og kartafla úr Hornafirði, sem líklega er Furore, en
rósin var lélegust. Þessi þrjú afbrigði gáfu 9%-falda upp-
skeru eða sem svaraði 190 tn. af ha. í síðari flokknuin var
gullauga bezt, þá Sam frændi, jarðargull, akurblessun, Deo-
dara, Rogalandsrauður, King Edward, Sagerud og Áspotet
Eins og að undanförnu gerði ég samanburð á lömbum:
geldingum, hrútum og gimbrum. Voru 12 lömb í hverjum
flokki að meðaltali 3 kg að vori. Haustþunginn var þessi:
Geldingar 37,5 kg lif. þungi 14.87 kg kjöt — 39,30% kjöt
Hrútar . . 42,6 — — — 16,49 — — = 38,81------
Gimbrar . 38,0 — — — 15,71 — — = 41,27— —
Geldingarnir hafa hér minni kroppþunga, en Iítið eitt hærri
kjöt-% en hrútlömbin. Er þetta öfug niðurstaða við það, sem
var sumarið áður (1939). Þá gelti ég lömbin nýl'ædd, en vorið
1940 urðu lömbin, vegna vorkulda, 7—10 daga gömul, áður
en gelding var framkVæmd. Þetta getur haft sína þýðingu.
Sumarið 1941 gerði ég lílils háttar athugun með nokkur
afbrigði af kartöflum. Hver tilraunareitur var 5 m- (vaxtar-
rými 25 X 50 cm). Áburður var malað sauðatað sem svarar
10.0 kerruhlössum á dagsláttu og 50 g af ammophos á hvern
reit. Sett var niður 12. maí og skorið upp 12. sepl. Tala út-
sæðiskartaflna var 40. Uppskeran var frá 6 upp í 30 kg á reit
eða sem svarar 120—600 tunnur af ha. Beztar reyndust Furore,
bleikar ísl., Blálandskeisari og Deodara —, með 20—30 kg á
reit, því næst gullauga, akurblessun, jarðargull, Stóri-Skoti,
Eyvindur og Sam frændi —• með 15—18,5 kg af reit. Lakast
reyndust Sagerud, Rogalandsrauður, konungurinn og Áspotet.“