Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 173
Spurningar og svör.
?. tlafa nokkrar tilraunir verið gerðar hér á landi með di.sk-
herfi og hankmoherfi, hve þung þau eru í drælti, t. d. í hlut-
falli við plóg og sláttuvél, og hve mikið þau þyngjast, þegar
þau eru skekkt? Þórður Kárason, Haga.
Svar: Um þetta efni var ritað í Búfræðinginn 3. árg., 73.—
7(5. hls. Aðalniðurstöðurnar voru þessar um dráttarþung-
ann í kg:
Diskherfi hálfskekkt, maður í sæti 120 (Vinnslub. 120 cm)
Diskherfi alskekkt, maður i sæti . 150 ( — 120—)
Hankmoherfi nr. 1 hálfskekkt .. 175 ( — 70 —)
Hankmoherfi nr. 1 alskekkt .... 275 ( — 70 — )
Plógur K. L. nr. 21 ......... 225
Sláttuvél, Herkules ......... 150
Gera má ráð fyrir, að dráttarátak íslenzkra hesta sé 50—
50 kg, miðað við vinnu allan daginn. Plógurinn er því 4 liesta
dráttur og sláttuvélin i'yrir 3 hesta. Hankmoherfið er mjög
þungt í drætti, miðað við diskherfið, einkum þegar tekið er
lillit til þess, að vinnslubreidd þess er miklu minni. íslenzkir
jarðyrkjumenn þurfa að læra að vinna með mörgum hesturn
í einu, til þess að orku hinna smáu hesta okkar sé ekki of-
hoðið og vinnan gangi fljótt og vel.
2. Hvert er fóðurgildi arfa?
Svar: Ekki eru mér kunnar neinar fóðrunartilraunir eða
meltanleikarannsóknir á arfa né heldur uppskerumagn, sam-
anborið við liey. Vitað er, að arfinn getur orðið allstórvax-
inn, en vatnsmagn hans er mikið. Er hann því snauðari af
þurrefni en fóðurjurtir yfirleitt. Aftur á móti hafa rannsóknir
sýnt, að þurrefnið er auðugt af ltöfnunarefni, fosfórsýru og
þó einkum kalí. Og þar sem hann vex fljótt, tekur hann milcið
af þessum efnum úr jarðveginum, ef hann er látinn í friði.
Al' sumuin er hent á, að skepnur séu oft sólgnar í arfa, og
telja það bera vitni um, að hann sé góð fóðurjurt. Þetta